Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 14:45

Afmæliskylfingur dagsins: Harpa Ævarrsdóttir – 16. júní 2013

Það er Harpa Ævarrsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Harpa er fædd 16. júní 1967 og á því 46 ára afmæli í dag!!! Hún er móðir Ævarrs Freys, afrekskylfings í GA og er dugleg að fylgja syninum hvert á land sem er, sem kaddý. Ævarr tekur einmitt þátt í 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar – Íslandsmótinu í holukeppni unglinga á Leirdalsvelli nú um helgina.

Harpa vinnur hjá sýslumanninum á Akureyri, er ein af ofurlögfræðingum Norðurlands og sjálf ágætis kylfingur.  Komast má á facebook síðu Hörpu til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Old Tom Morris, 16. júní 1821; Phil Mickelson, 16. júní 1970 (43 ára);  Michael Kahn, 16. júní 1972 (41 árs)  ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is