Saga Traustadóttir, GR, önnur af tveimur kvenkylfingum sem komust áfram í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 17:30

Íslandsbankamótaröðin (3): Saga Íslandsmeistari í holukeppni í telpnaflokki!

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 15-16 ára stúlkna á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni.

Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum.

Leikirnir í 4 manna úrslitunum í stúlknaflokki fóru á eftirfarandi máta:

Saga Traustadóttir, GR g. Karenu Ósk Kristjánsdóttur, GR  2&1

Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK g. Sigurlaugu Rún Jónsdóttur GK, 2&1

Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Sigurlaugu Rún Jónsdóttur og Karenu Ósk Kristjánsdóttur og vann Sigurlaug Rún  1&0.

Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór því fram milli Sögu og Þóru Kristínu og var það Saga Traustadóttir, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í telpnaflokki 2013, 2&1.