Anna Sólveig Snorradóttir, GK, Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 17-18 ára – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 19:00

Íslandsbankamótaröðin (3): Anna Sólveig Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 17-18 ára stúlkna á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni.

Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum.

Leikirnir í 4 manna úrslitunum í stúlknaflokki fóru á eftirfarandi máta:

Gunnhildur Kristjánssdóttir, GKG g. Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG 3&2

Anna Sólveig Snorradóttir, GK g. Bryndísi  Maríu Ragnarsdóttur GKG 2&1

Sigurvegararar í stúlknaflokki 2. f.v. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG; 2. sæti; Anna Sólveig Snorradóttir, GK Íslandsmeistari, Bryndiís María Ragnarsdóttir, 3. sæti. Mynd: Golf 1

Sigurvegararar í stúlknaflokki 2. f.v. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG; 2. sæti; Anna Sólveig Snorradóttir, GK Íslandsmeistari, Bryndiís María Ragnarsdóttir, 3. sæti. Mynd: Golf 1

Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Bryndísar Maríu og Særósar Evu og vann Bryndís María  3&1.

Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór fram milli Önnu Sólveigar og Gunnhildar og var það Anna Sólveig, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2013, 2&1.