Arnór Snær Guðmundsson, GHD, Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin (3): Arnór Snær Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki!

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 14 ára og yngri stráka á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni.

Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum.

Leikirnir í 4 manna úrslitunum í piltaflokki fóru á eftirfarandi máta:

Arnór Snær Guðmundsson, GHD g. Sigurði Má Þórhallssyni, GR 2&1

Ingvar Andri Magnússon, GR g. Inga Rúnari Birgissyni, GKG 6 &5

Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Sigurðar Más Þórhallssonar, GR og Inga Rúnars Birgissonar, GKG og vann Sigurður Már  3&1.

Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór síðan fram milli Arnórs Snæs og Ingvars Andra og var það Arnór Snær Guðmundsson úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD)  sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki, 1&0.