
Íslandsbankamótaröðin (3): Ólöf María Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki!
Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 14 ára og yngri stelpna á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni.
Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum.
Leikirnir í 4 manna úrslitunum í stelpuflokki fóru á eftirfarandi máta:
Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR g. Heklu Sóley Arnarsdóttur, GK 4&3
Ólöf María Einarsdóttir, GHD g. Kingu Korpak GS 6&5

Sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni í stelpuflokki. F.v.: Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, 2. sæti; Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Íslandsmeistari og Hekla Sóley Arnarsdóttir, GK, 3. sæti Mynd: Golf 1
Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Heklu Sóley og Kingu og vann Hekla Sóley 2&1.
Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór því fram milli Ólafar Maríu og Gerðar Hrönn og var það Ólöf María, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki flokki 2013, 4&3. Glæsilegt hjá þessari ungu stelpu frá Dalvík!!!
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022