Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2013 | 07:00

Obama minnist á Rory í ræðu á Írlandi – Myndskeið

Obama Bandaríkjaforseti er sem stendur í opinberri heimsókn í Evrópu.

Hann er nú staddur í Berlín en var þar áður í nokkra daga á Norður-Írlandi, en hann er á leið á G8 ráðstefnu.  Obama gat eins af sameiginlegum áhugamálum hans og margra Norður-Íra, golfsins í ræðu sem hann hélt í Belfast.

„Ég er óánægður með að ég mun ekki fá tækifæri til að spila nokkra hringi meðan ég er hér,“ sagði Obama m.a.

Obama, sem lék m.a. með Tiger fyrr á árinu minntist á nr. 2 á heimslistanum sem eins og allir vita er frá N-Írlandi.

„Ég hitti Rory McIlroy á síðasta ári og hann ætlaði að hjálpa mér með sveifluna,“ bætti Obama við, og hlaut mikið lófatak fyrir þegar nafn Rory bar á góma. „Þetta var kurteis aðferð hans til að segja „Hr. forseti þú þarfnast hjálpar.“

Til þess að sjá myndskeið af ræðu Obama SMELLIÐ HÉR: