Justin Rose tekur við sigurbikar US Open
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2013 | 18:55

Heimslistinn: Rose í 3. sæti!!!

Með sigri sínum á Opna bandaríska velti Justin Rose, Adam Scott úr 3. sæti heimslistans.

Þetta er það hæsta sem Justin Rose hefir komist á heimslistanum og aðeins 1,33 stig sem skilja að Rose og nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy.

Tiger heldur toppsætinu nokkuð örugglega, en meira en 3 stig skilja hann og Rory að.

Við það að Justin skaust upp í 3. sætið fór Masters sigurvegarinn Adam Scott niður í 4. sætið og Matt Kuchar niður í 5. sætið.

Phil Mickelson fer hins vegar úr 10. sætinu i 6. sætið á heimslistanum fyrir að hafa landað 2. sætinu á Opna bandaríska (og Jason Day sem var líka í 2. sæti ásamt Mickelson fer úr  25. sæti  upp í 16. sætið!

Að öðru leyti má sjá heildarstöðuna á heimslistanum með því að SMELLA HÉR: