Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2013 | 08:00

Evróputúrinn: BMW Int. Open hefst í München á morgun!

Á morgun hefst í Golf Club Eichenried í München, Þýskalandi BMW International Open.  Þetta er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Þetta er í 25. sinn sem mótið fer fram.   Martin Kaymer sem er eini Þjóðverjinn, sem tekist hefir að vinna mótið þ.e. á 20 ára afmæli mótsins, þykir sigurstranglegastur af heimamönnunum til þess að sigra ásamt Marcel Siem … og Max Kiefer.

Kiefer er eflaust ekki eins þekktur og fyrri tvö nöfnin en klúbburinn sem hann tilheyrir þeim mun meira …. Golf Club Fleesensee þar sem margir Íslendingar hafa keppt á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina í gegnum tíðnina.

Kaymer og Siem eru meðal 10 þátttakenda í mótinu sem komust í gegnum niðurskurð á Opna bandaríska s.l. helgi og ferðast nú beint frá Merion til München.

Hinir eru: David Howell, Henrik Stenson, Paul Casey, Ernie Els, Sergio Garcia, Morten Ørum Madsen, Dustin Johnson og John Parry.