Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2013 | 18:40

PGA: Tiger dregur sig úr AT&T

Tiger mun ekki spila í AT&T National mótinu vegna þess að álagsverkja í vinstri olnboga Þessi tilkynning birtist á vefsíðu Tiger í gær (þriðjudaginn 18. júní ).

Í tilynningunni sagði Tiger m.a. að læknar hefðu skoðað olnbogann eftir að hann sneri aftur heim eftir þátttöku í Opna bandaríska í Merion golfklúbbnum og þeir hefðu ráðlagt að hann tæki sér nokkurra vikna hvíld og væri í meðferð.  Hann sagði að hann hygðist fyrst spila aftur á Opna breska, sem fer fram 18.-21. júlí í Muirfield í Skotlandi.

Báðir Tiger og Rory hafa þó tilkynnt að þeir muni taka þátt í Dubai Desert Classic árið 2014, þegar Evrópumótaröðin heldur upp á 25 ára afmæli sitt.

Báðir slepptu mótinu í fyrra til þess að spila í Abu Dhabi Championship. Tiger hefir sigrað tvisvar í Dubai og Rory náði fyrsta sigri sínum þar sem atvinnumanns, þá 19 ára.

Tiger sagði að hann væri með „virkilega góðar minningar“ um að spila á $2,5 milljóna mótinu sem fer fram 30. janúar – 2. febrúar.

Rory sagðist að hann hlakkaði til að taka þátt í mótinu og bætti við að það „myndi vera gaman að taka þátt í 25 ára afmælishátíðahöldum mótaraðarinnar.“