Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2013 | 21:14

LET: Nocera vann í Slóvakíu

Gwladys Nocera frá Frakklandi lauk 5 ára sigurleysisgöngu nú um helgina þegar hún sigraði á Allianz Slovak Ladies Open í Talé í Slóvakíu.

Nocera, sem er 38 ára, er fyrrum nr. 1 í Evrópu og þetta er 11. titill hennar á LET:  Hún spilaði á samtals 9 undir pari, 279 (70 68 71 70).

Í 2. sæti varð Lee-Ann Pace frá Suður-Afríku, 4 höggum á eftir Nocera og var því um yfirburðasigur hjá Nocera að ræða.

Eftir að sigurinn var í höfn sagði Nocera m.a tárum nær.: „Ég er mjög, mjög ánægð og ansi tilfinningasöm. Það er orðið svolítið síðan að ég hef lyft sigurbikar. Það var aftur erfitt þarna úti í dag. Mér fannst ég ekki slá boltann eins og ég ætti og alls ekki nógu vel en ég reyndi að vera þolinmóð og byggja á reynslu minni.“

 Til þess að sjá lokastöðuna á Allianz Slovak Ladies Open SMELLIÐ HÉR: