Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2013 | 07:30

Áfengi að andvirði $ 10.000 stolið úr US Open tjaldi

Áfengi sem ekki er haft í nægilega góðum vörslum á háskólalóð kallar á vandræði.

Vikuna eftir að US Open fór fram var áfengi að andvirði $ 10.000 stolið úr US Open Trophy Club tjaldinu, sem er á lóð Haverford College sem er aðeins neðar í götunni þar sem Merion golfklúbburinn er sbr. frétt í Philly.com  og Haverford Township Police.

Í The USGA spectator guide er Trophy Club lýst sem  „loftkældu einkatjaldi, þar sem hægt er að fylgjast með US Open í beinni, staðsett á lóð Haverford College í u.þ.b. 400 yarda fjarlægð frá bílastæðum klúbbhússins og við 18. holu Merion golfklúbbsins.“

Það virðist ekki auðvelt í  framkvæmd að stela andvirði um $ 10.000 af áfengi.  Vangaveltur eru uppi um mögulega brotamenn. Kunna þetta að hafa verið golfáhangendur sem ekki fengu aðgang að US Open risamótinu og voru að hefna sín? Voru þetta helsærðir leikmenn sem búnir voru að fá nóg af 4 hringjum í hæðóttu landslaginu þar sem fara varð í gegnum kálfaháan kargan? Eða voru þetta bara fyrstubekkingar í háskólanum sem vildu skemmta sér svolítið og sáu þarna færi á fríu áfengi?