Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2013 | 06:45

Opna breska til N-Írlands?

Skv. frétt á ESPN mun Opna breska risamótið fara fram í Royal Portrush golfklúbbnum á Norður-Írlandi annaðhvort 2018 eða 2019.

Ef af verður, verður þetta í fyrsta sinn sem Opna breska hefir verið haldið utan Englands eða Skotlands í 62 ár þegar það var síðast haldið á Norður Írlandi.

Fyrri orðrómum um að Claret Jug (verðlaunagripur Opna breska) væri á leið til Norður-Írlands var vísað á bug af klúbbnum sjálfum og jafnframt Royal&Ancient, en mikill lobbyismi af hálfu Rory McIlroy, Graeme McDowell og Darren Clarke fyrir því að mótið fari fram á N-Írlandi virðist byrjaður að bera ávöxt.

Það sem virðist hafa sannfært forsvarsmenn R&A að Opna breska risamótið gæti farið fram á Portrush er að Irish Open fór þar fram á síðasta ári og um 100.000 áhorfendur komust þægilega fyrir jafnvel þegar veðuraðstæður urðu heldur leiðinlegar.

Jamie Donaldson vann Irish Open í fyrra með skori upp á 18 undir pari og Englendingurinn Max Faulkner vann Claret Jug  síðasta þegar Opna breska fór fram á Royal Portrush, þ.e. árið 1951 (fyrir 62 árum).