Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Jónsdóttir – 24. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Jónsdóttir. Ólöf María er fædd 24. júní 1976 og er því 37 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Ólöf er fyrst íslenskra kvenna og sú eina til dagsins í dag,  til þess að fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (LET: Ladies European Tour).  Ólöf María er gift og á 2 börn.

Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Billy Casper, 24. júní 1931 (82 árs);  Juli Inkster, 24. júní 1960 (53 ára);  Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (41 árs)

….. og …..

Bogi Ísak Bogason, GR (18 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is