Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2013 | 11:30

GR: Jónar tveir og Eyþór Bragi sigruðu á Opna Flugfélag Íslands mótinu

Opna Flugfélag Íslands mótið fór fram í gær, sunnudaginn 23. júní  á Grafarholtsvelli. Góð þátttaka var  í mótinu, en alls tóku þátt 114 keppendur og léku í fallegu veðri í Grafarholtinu. Ræst var út af öllum teigum kl. 9:00 og leikin var punktakeppni í tveimur flokkum; flokki 0-8,4 og flokki 8,5-36. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki, verðlaun fyrir besta skor sem og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. CSA stuðull mótsins var +2.

Úrslitin voru eftirfarandi:

Nándarverðlaun:
2.braut:  Arnar Unnarsson GR – 3,36 m
6.braut: Þorkell R Sigurgeirsson GKG – 4,45 m
11.braut: Ólafur Sigurjónsson GR – 2,61 m
17.braut: Héðinn Ingi Þorkelsson GKJ  – 1,16 m

Flokkur 0-8,4:
1.  Jón Thorarensen GÖ – 36 punktar
2. Ólafur Sigurjónsson GR – 34 punktar
3. Kristinn Árnason GR – 34 punktar

Flokkur 8,5-36:
1. Eyþór Bragi Einarsson GKJ – 45 punktar
2. Helgi Svanberg Ingason GKG – 38 punktar (betri á seinni 9)
3. Héðinn Ingi Þorkelsson GKJ – 38 punktar

Besta skor: Jón Karlsson GHG  – 70 högg

Heimild: grgolf.is