Opna bandaríska risamótið í kvennagolfinu hefst á morgun!
Verður það sigurvegari síðustu helgi á Walmart mótinu í Arkansas, nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park frá Suður-Kóreu, sem stendur uppi sem sigurvegari á 3. risamóti ársins í kvennagolfinu, þ.e. US Women´s Open, sem hefst á morgun? Þetta er í 68. skiptið sem US Women´s Open fer fram og að þessu sinni er leikið á einum golfvalla Sebonack golfklúbbsins í Southampton, N.Y. Þátt taka 156 bestu kvenkylfingar heims og keppt er um einn stærsta tékka í kvennagolfinu $ 585.000,- Sú sem á titil að verja er Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu, en hún vann á US Women´s Open í fyrra þegar það fór fram á Blackwolf Run golfvellinum í Kohler, Lesa meira
Rory biðst afsökunar
Er Rory orðinn þreyttur á þessum Nike kylfum sem ekkert gengur með? Á Opna bandaríska risamótinu var tekið eftir því að Rory McIlroy beyglaði 9-járnið sitt eftir að hafa fengið „snjókerlingu“ þ.e. verið á 8 höggum á 11. holu Austurvallar Merion golfstaðarins. „Ég var bara pirraður og það var alls ekki rétt af mér að gera þetta,“ sagði Rory á blaðamannafundi í dag fyrir Irish Open, sem hefst á morgun. „Það er ekki til eftirbreytni fyrir þá sem sáu þetta í sjónvarpi, börn eða hvern sem er að byrja á kylfukasti eða beygla kylfurnar sínar.“ „Það er búið laga 9-járnið mitt og það er með nýju skafti og tilbúið til Lesa meira
Gísli í 3. sæti í Finnlandi eftir 1. dag
Fyrsti hringurinn af þremur var leikinn í dag á Finnish International Junior Championship mótinu sem fram fer á Cooke vellinum í Vierumäki í Finnlandi. Tólf keppendur frá Íslandi leika á mótinu, keppt er í fjórum flokkum þ.e.a.s. í 15-16 ára og 14 ára og yngri stelpur og strákar. Gísli Sveinbergsson GK, lék best íslensku kylfingana í dag en hann lék völlinn 72 höggum eða á pari. Flokkur strákar 15-16 ára 3.sæti Gísli Sveinbergsson GK, 72 högg (PAR) 6.sæti Kristófer Orri Þórðarson GKG, 74 högg (+2) 21.sæti Óðinn Þór Ríkharðsson GKG, 77 högg (+5) 31.sæti Fannar Ingi Steingrímsson GHG, 79 högg (+7) 35.sæti Birgir Björn Magnússon GK, 80 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rakel Garðarsdóttir – 26. júní 2013
Það er Rakel Garðarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Rakel er fædd 26. júní 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Rakel er búsett í Osló, Noregi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Rakel Gardarsdottir (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Babe Didrikson Zaharias, 26. júní 1911-d. 27. september 1956; Pamela Wright, 26. júní 1964 (49 ára); Joanne Bannerman (áströlsk), 26. júní 1974 (39 ára); Colt Knost, 26. júní 1985 (28 ára) …… og ……. Símon Levi (17 ára) Benedikt Árni Harðarson (18 ára) Guðrún Elísabet Stefánsdóttir Áslaug Helgudóttir (55 ára) Rúnar Már Smárason (42 ára) Lesa meira
Úr ræðu Harðar Þorsteinssonar frá afhendingu styrkja úr Forskoti
Í ræðu Harðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra GSÍ við 2. afhendingu styrkja úr Forskoti, afrekssjóði kylfinga, í dag, 26. júní 2013 kom m.a. fram að talið sé að um 40.000 Íslendingar stundi golf, eða rúm 10% þjóðarinnar. Af þeim eru 17.o00 félagsbundnir í golfklúbbum og áhuginn er gríðarlegur og fer vaxandi. Golfíþróttin er þar með 2. vinsælasta íþróttagrein á Íslandi. Eins hafi orðið vart við að erlendir kylfingar séu farnir að fara í auknum mæli í golfferðir til Íslands, margir erlendir kylfingar spili á stærstu golfvöllunum á hverjum degi yfir sumarið og fer vaxandi enda vellirnir hér fyllilega sambærilegir við það sem gerist erlendis, auk þess sem þeir hafa ákveðna sérstöðu. Forskot Lesa meira
6 kylfingar fá styrki úr Forskoti
Í dag var tilkynnt um þá kylfinga sem styrktir eru á þessu ári af Forskoti, Afrekssjóði kylfinga. Stofnendur sjóðsins eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Þessi fyrirtæki hafa stutt markvisst við golfíþróttina á liðnum árum, en sameinast nú í gegnum Forskot. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni. Markmiðið er að búa til reynslu og þekkingarbrunn sem skili sér til kylfinga framtíðarinnar og ungir kylfingar geti litið til í sínum framtíðaráætlunum. Golf verður aftur keppnisgrein á Ólympíuleikunum árið 2016 eftir rúmlega 100 ára hlé. Sjóðurinn styður íslenska kylfinga Lesa meira
GA: Arctic Open hefst á morgun
Á morgun, fimmtudaginn 27. júní 2013 hefst hið sögufræga Arctic Open mót að Jaðri, en mótið er nú haldið í 27. sinn. Um er að ræða golfmót þar sem keppt er í opnum flokki í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og jafnframt eru sérstakir öldunga- og kvennaflokkar. Það sem gerir mótið svo einstakt, eins og raun ber vitni, er að það er leikið á kvöldin og fram á nótt í miðnætursól. Skráning í mótið í ár er góð og margir erlendir keppendur búnir að bóka sig. Í fyrradag var ótrúlega flott miðnætursól á Akureyri, veðurspáin er góð og því má reikna með frábæru móti. Fyrir þá sem ekki Lesa meira
Rory fylgdist með Caro á Wimbledon
Rory McIlroy hékk á Aorangi æfingavellinum þegar kæresta hans, Caroline Woziacki hitaði upp og fylgdist með þegar hún vann hina spænsku Estrellu Cabeza Candela 6-0 og 6-3 í æfingaleik á velli nr. 3 á Wimbledon. Rory keppir á Irish Open og ekki var búist við honum fyrr en eftir 2 vikur, en parið er bara óaðskiljanlegt. Á kvöldin er uppáhaldiðja beggja að horfa á vídeó. „Mér líkar bara virkilega þegar Rory er hjá mér og það er frábært þegar hann kemur til að styðja mig,“ sagði Wozniacki. „Hann átti að vera á Opna írska fyrstu vikuna af Wimbledon og átti ekkert að vera hér fyrr en 2. vikuna.“ Fall Wozniacki Lesa meira
5 ára strákur rappar um golf
Fyrir nokkrum vikum kom á sjónarsviðið 5 ára strákur, Caleb C. sem sendi frá sér forsmekk af tónlistarmyndskeiði þar sem hann rappar um það sem hann elskar… golf. Það var ansi sætt. Lengi hefir verið beðið eftir endanlegri útgáfunni. Nú er myndskeiðið fullbúna komið á markaðinn. Til þess að sjá myndskeiðið þar sem Caleb rappar um golf SMELLIÐ HÉR:
Gary Player situr fyrir nakinn
Golfgoðsögnin Gary Player mun sitja nakinn fyrir í Body Issue ESPN og verður þar með elsti íþróttamaðurinn til þess að hafa setið fyrir nakinn hjá því kunna blaði, eða 77 ára. Player hefir löngum lagt mikla rækt við líkama sinn, löngu áður en kylfingar voru farnir að sjá mikilvægi þess að vera í ræktinni og stunda þolíþróttir jafnhliða golfinu og eins passaði hann alltaf upp á að borða hollan mat. Aðrir íþróttamenn sem verða í Body Issue 2013 eru m.a. Colin Kaepernick, bandarískur ruðningsboltakappi fyrir San Francisco og blakmeistarinnn Kerri Walsh Jennings, en teknar voru myndir af henni fyrir og eftir að hún átti barn sitt. Enn aðrir íþróttamenn sem sitja Lesa meira










