Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2013 | 06:55

Rory fylgdist með Caro á Wimbledon

Rory McIlroy hékk á Aorangi æfingavellinum þegar kæresta hans, Caroline Woziacki hitaði upp og fylgdist með þegar hún vann hina spænsku Estrellu Cabeza Candela 6-0 og 6-3 í æfingaleik á velli nr. 3 á Wimbledon.

Rory keppir á Irish Open og ekki var búist við honum fyrr en eftir 2 vikur, en parið er bara óaðskiljanlegt.

Á kvöldin er uppáhaldiðja beggja að horfa á vídeó.

„Mér líkar bara virkilega þegar Rory er hjá mér og það er frábært þegar hann kemur til að styðja mig,“ sagði Wozniacki.

„Hann átti að vera á Opna írska fyrstu vikuna af Wimbledon og átti ekkert að vera hér fyrr en 2. vikuna.“

Fall Wozniacki úr 1. sæti heimislistans í kvennatennisnum hefur gert það að verkum að samband hennar við Rory hefir hlotið enn mikla athygli.

„Það er ekki auðvelt en við látum það bara ganga upp,“ sagði Wozniacki sem var í bol hönnuðum af Stellu McCartney í upphituninni. „Það sem við Rory eigum er sérstakt.“

„Hann er að reyna að koma mér inn í dagskrá sína og ég fer og hitti hann hvenær sem ég get, þannig að þetta hefir bara gengið vel að svo komnu. Við tölum saman á hverjum degi en höfum engan ákveðinn tíma hvenær við tölum saman. Við gerum það bara vegna þess að við viljum það.“