Gísli í 2. sæti í Finnlandi – var á 1 undir pari í dag!!!
Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er heldur betur að standa sig vel í Finnlandi, Gísli sem lék á pari í gær bætti um betur í dag og spilaði á einu höggu undir pari þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Úrhellisrigning og eldingahætta olli því að fresta þurfti leik um tvær stundir í dag á Finnish International Junior Championship mótinu sem fram fer á Cooke vellinum í Vierumäki í Finnlandi. Lokahringurinn verður leikinn á morgun, hægt er að fylgjast með skori keppenda með því að SMELLA HÉR: Helstu úrslit eftir 2. dag í Vierumäki eru eftirfarandi: Flokkur telpur 15-16 ára 7.sæti Ragnhildur Kristinsdóttir GR 80/78 (+14) 13.sæti Birta Dís Jónsdóttir GHD Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (4): Ragnar Már og Sóley Edda efst í flokki 14 ára og yngri eftir 1. dag
Nú rétt í þessu lauk keppni í yngsta aldursflokknum á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem hófst á Hliðarvelli, í Mosfellsbæ í dag. Í efsta sæti í strákaflokki var heimamaðurinn Ragnar Már Ríkharðsson, GKJ, á 2 yfir pari, 74 höggum. Hjá stelpunum, en í stelpuflokki voru bara 5 þátttakendur, var það Sóley Edda Karlsdóttir, GR, sem sigraði en hún var á 11 yfir pari, 83 höggum. Sjá má heildastöðuna í stelpuflokki eftir 1. dag 4. móts Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Sóley Edda Karlsdóttir GR 18 F 41 42 83 11 83 83 11 2 Hekla Sóley Arnarsdóttir GK 23 F 42 46 88 16 88 88 16 3 Sunna Björk Karlsdóttir Lesa meira
Sigurvegarinn á Opna breska fær 180 milljónir!
Verðlaunafé á Opna breska hækkar um 5% milli ára. Ernie Els fékk um 171,5 milljónir íslenskra króna fyrir sigur sinn í fyrra á Opna breska. Nú í ár hækkar verðlaunaféð um 5% eða 8,5 milljónir íslenskra króna í 180 milljónir króna. Heildarverðlaunaféð er 5,25 milljónir punda eða 1 milljarður íslenskra króna og þar af fær sigurvegarinn nú 945.000 pund. Verðlaunaféð hefir tvöfaldast á rúmum áratug en þegar Tiger Woods vann Opna breska á St. Andrews árið 2000 hlaut hann 500.000 pund í verðlaunafé. Hér má sjá verðlaunaféð á Opna breska í ár (efstu 70 sætin þ.e. fyrir þá sem komast í gegnum niðurskurð): Verðlaunafé Sæti £ Sæti £ Lesa meira
Rory á 74 á Irish Open
When Irish Eyes are Smiling söng John McCormack s.s. frægt er (það má heyra lagið í flutningi hans með því að SMELLA HÉR: ) Brosið var langt frá því að ná til augna Rory McIlroy enda var 1. hringur hans á Irish Open í dag hringur vonbrigða. Hann lék á 2 yfir pari, 74 höggum og kemst kannski í gegnum niðurskurð, en er langt frá því sigurformi sem hann var í á s.l. ári. Reyndar var hann jafnrauður í andlitinu og Nike-dræverinn hans. Svo virðist sem Rory líði vel allsstaðar annars staðar en á golfvelli þessa dagana. Rory hitti aðeins 5 af 14 brautum í dag. „Ég er að missa Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (4): Eva Karen og Björn Óskar leiða í flokki 15-16 ára eftir 1. dag
Það eru þau Eva Karen Björnsdóttir, GR og Björn Óskar Guðjónsson, GKJ, sem leiða eftir 1. dag 4. móts Íslandsbankamótaraðarinnar, sem hófst á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ í dag. Eva Karen var á 4 yfir pari, 76 höggum en „heimamaðurinn“ Björn Óskar lék á 1 yfir pari, 73 höggum! Glæsileg frammistaða hjá báðum!!! Heildarúrslit eftir 1. dag í flokki 15-16 ára telpna er eftirfarandi: 1 Eva Karen Björnsdóttir GR 13 F 41 35 76 4 76 76 4 2 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 12 F 43 38 81 9 81 81 9 3 Saga Traustadóttir GR 10 F 43 39 82 10 82 82 10 4 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 12 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (4): Aron Snær á 69 – Helga Kristín efst í flokki 17-18 ára eftir 1. dag!
Aron Snær Júlíusson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er efstur í flokki 17-18 ára pilta eftir fyrri hringinn á Íslandsbankamótaröðinni sem leikinn er á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbnum Kili, Mosfellsbæ. Aron Snær lék frábærlega í dag, hann lék hringinn á 3 undir pari, 69 höggum. Annar er Ragnar Már Garðarsson einnig úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, hann lék einnig vel í dag og kom inn á 71 höggi eða 1 undir pari. Þriðji er svo Ísak Jasonarson úr Golfklúbbnum Keili. 1.sæti Aron Snær Júlíusson, GKG 69 -3 2.sæti Ragnar Már Garðarsson, GKG 71-1 3.sæti Ísak Jasonarson, Lesa meira
Evróputúrinn: Floren efstur eftir 1. dag á Irish Open
Í dag hófst The Irish Open, sem fram fer í Carton House golfklúbbnum í Maynooth, Kildare, á Írlandi, en mótið er mót vikunnar á Evrópu- mótaröðinni. Eftir 1. dag er það Svíinn Oscar Floren sem leiðir, en hann lék á 6 undir pari, 66 höggum. Þetta er besti árangur Floren á þessu keppnistímabili en hann hafði fram til dagsins í dag ekki enn náð að vera að vera meðal efstu 25 það sem af er ársins í móti. Í 2. sæti er „heimamaðurinn“ Shane Lowry en hann skilaði sér í hús í dag á 5 undir pari, 65 höggum; líkt og Hollendingurinn Joost Luiten, Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein, Frakkinn Jean-Baptiste Gonnet Lesa meira
Wie á slæmu skori á US Women´s Open
Svo virðist sem framhald ætli að verða á slæmu keppnistímabili hjá Michelle Wie. Wie, sem enn á eftir að sigra á 1. risamóti sínu á LPGA byrjaði illa á US Women´s Open í gær. Michelle hóf leik á par-4 10. holunni í Sebonack golfklúbbnum og byrjaði á að fá snjókerlingu, þ.e. fjórfaldan skolla 8 högg. Síðan fylgdu í kjölfarið skolli á 14. holu og tvöfaldur skolli á 15. holu og var hún þá þegar komin neðarlega á skortöfluna. Það leit allt svo vel út fyrr í mánuðnum þegar hún var búin að vera jafn öðrum í 9. sæti á tveimur mótum í röð – sem eru fyrstu topp 10 niðurstöður Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Catherine Lacoste – 27. júní 2013
Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Catherine Lacoste. Catherine fæddist í París 27. júní 1945 og er því 68 ára í dag. Cat, eins og hún er kölluð er dóttir frönsku tennisgoðsagnarinnar Rene Lacoste, sem stofnaði Lacoste tískuvörufyrirtækið. Móðir hennar er Simone Thione de la Chaume, sem vann breska áhugamannamót kvenna árið 1927, sama mót og Cat vann 42 árum síðar. Cat byrjaði að spila golf í Cantaco Golf Club – sem stofnaður var af foreldrum hennar -í Saint-Jean-de-Luz í Frakklandi og var fljótlega yfirburðakylfingur í unglingastarfinu þar. Cat varð aldrei atvinnumaður í golfi en sigraði 2 stærstu áhugamannamót í heiminum og þar að auki 1 risamót atvinnukylfinga, US Women´s Open Lesa meira
Íslandsbankamótaröð unglinga (4) hefst í Mosfellsbæ í dag
Fjórða mótið á Íslandsbankamótaröð unglinga er leikið á Hlíðavelli, Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbænum. Mikill metnaður er hjá klúbbnum að gera umgjörð mótsins sem besta fyrir kylfingana þar sem þetta er í fyrsta sinn sem stigamót á vegum GSÍ er leikið á hinum nýstækkaða 18 holu velli. Í fyrsta skipti á Íslandsbankamótaröð unglinga, verður hægt að fylgjast með skori kylfinga eftir 5 og 9 holur á www.golf.is með því að velja mótaskrá-unglingamót-Íslandsbankamótaröðin-núverandi staða-velja flokk kylfings –sækja-og smella svo á nafn viðkomandi. Einnig fá kylfingar drykk og fleira á 10.teig í boði Rolf Johansen. Allir eru velkomnir á Hlíðavöll að fylgjast með þessum hæfileikaríku kylfingum.









