Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2013 | 21:30

Rory biðst afsökunar

Er Rory orðinn þreyttur á þessum Nike kylfum sem ekkert gengur með?

Á Opna bandaríska risamótinu var tekið eftir því að Rory McIlroy beyglaði 9-járnið sitt eftir að hafa fengið „snjókerlingu“ þ.e. verið á 8 höggum á 11. holu Austurvallar Merion golfstaðarins.

9-járnið sem Rory beyglaði á Merion.

9-járnið sem Rory beyglaði á Merion.

„Ég var bara pirraður og það var alls ekki rétt af mér að gera þetta,“ sagði Rory á blaðamannafundi í dag fyrir Irish Open, sem hefst á morgun.

„Það er ekki til eftirbreytni fyrir þá sem sáu þetta í sjónvarpi, börn eða hvern sem er að byrja á kylfukasti eða beygla kylfurnar sínar.“

„Það er búið laga 9-járnið mitt og það er með nýju skafti og tilbúið til leiks.“

Varðandi Opna breska sem fram fer í næsta mánuði á Muirfield sagði Rory: „Ég hef aldrei leikið á Muirfield, Gullane eða North Berwick og það næsta sem ég hef komist að spila á Muirfield er Archerfield þannig að ég hlakka til að sjá Muirfield í fyrsta sinn,“ sagði McIlroy loks.