
Úr ræðu Harðar Þorsteinssonar frá afhendingu styrkja úr Forskoti
Í ræðu Harðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra GSÍ við 2. afhendingu styrkja úr Forskoti, afrekssjóði kylfinga, í dag, 26. júní 2013 kom m.a. fram að talið sé að um 40.000 Íslendingar stundi golf, eða rúm 10% þjóðarinnar. Af þeim eru 17.o00 félagsbundnir í golfklúbbum og áhuginn er gríðarlegur og fer vaxandi.
Golfíþróttin er þar með 2. vinsælasta íþróttagrein á Íslandi.
Eins hafi orðið vart við að erlendir kylfingar séu farnir að fara í auknum mæli í golfferðir til Íslands, margir erlendir kylfingar spili á stærstu golfvöllunum á hverjum degi yfir sumarið og fer vaxandi enda vellirnir hér fyllilega sambærilegir við það sem gerist erlendis, auk þess sem þeir hafa ákveðna sérstöðu.
Forskot var stofnað í apríl 2012 af aðilum sem í gegnum tíðina hafa stutt dyggilega við bakið á golfíþróttinni: Icelandair Group, Íslandsbanka, Eimskip, Valitor og GSÍ.
Sjóðurinn var stofnaður því mikilvægt var talið að styðja við bakið á afreksfólki í golfi og markmiðið m.a. að búa til reynslu og þekkingarbrunn. Skammtímamarkmið er að koma íslenskum afrekskylfingum á Ólympíuleikana 2016 í Brasílíu en langtímamarkmið að ávallt séu íslenskir kylfingar á stærstu golfmótaröðum heims.
Mikið forvarnar og uppeldisgildi sé fólgið í því að búa til sterkar og góðar fyrirmyndir, en það skili sér til þeirra sem eru að feta sín fyrstu fótspor í golfíþróttinni og hvetji þá áfram.
Í því sambandi minntist Hörður á að skor á Íslandsbankamótaröðinni þ.e. Unglingamótaröðinni væru orðin mun lægri en fyrir nokkrum árum og þau hefðu lækkað verulega undanfarin ár. Nú sæjust margir hringir undir pari í hverju móti, sem hafi verið undantekning fyrir nokkrum árum.
Nefndi Hörður m.a. sem dæmi glæsihring Fannars Inga Steingrímssonar, GHG upp á 9 undir pari, 61 högg á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Hellu fyrr í mánuðnum.
Eins hefðu íslenskir kylfingar staðið sig vel erlendis m.a. Haraldur Franklín Magnús , GR, á Opna breska áhugamannamótinu, en hann varð meðal 16 efstu af 288 keppendum og Axel Bóasson, sem varð í 12. sæti á St. Andrews Trophy. Eins minntist Hörður á Ragnar Má Garðarsson, GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sem hvor um sig sigraði í Duke of York mótinu.
Íslendingar séu sannarlega komnir nær sterku golfþjóðunum – hópur afrekskylfinga orðinn stærri og möguleikarnir meiri að einhver komist í gegn og nái að spila á stærstu mótaröðunum!!!
Til þess að stuðla að því að stutt sé við bakið á okkar bestu kylfingum var Forskot stofnaður en til úthlutunar úr sjóðnum í ár eru 17,5 milljónir og þar af úthlutaðar 15 milljónir til 6 kylfinga. Færði Hörður f.h. GSÍ loks fyrtækjunum þakkir fyrir stuðning þeirra við golf á Íslandi.
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn