Gísli Sveinbergsson, GK, Icelandic Champion in Match Play in the category of boys 15-16 claimed 2nd place in Vierumäki, Finland after sudden death
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 17:22

Gísli lauk keppni í 2. sæti í Finnlandi eftir bráðabana!!!

Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði, endaði í öðru sæti eftir bráðabana á Finnska meistaramótinu sem var að ljúka.

Spilamennska Gísla var framúrskarandi allt mótið en hann spilaði hringina þrjá á tveimur högggum undir pari líkt og Valimar frá Finnlandi.

Gísli og Valimark voru jafnir eftir 15. holu á lokahringnum, þeir áttu síðan báðir mjög góðan endasprett og fengu báðir fugl á tveimur síðustu holunum.

Bráðabana þurfti því til að knýja fram sigurvegara en því miður fyrir okkar mann þá endaði hann með sigri Valimar.

Finnska meistaramótið er mjög sterkt mót og er útkoma okkar kylfinga enn ein sönnun þess að íslenska golfið er á réttri leið.

 Heimild: golf.is