Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 13:00

Gerður Hrönn fór holu í höggi í fyrstu landsliðsferðinni

Það eru alltaf gleðistund þegar kylfingar fara holu í höggi og það er örugglega ekki verra ef það gerist í fyrstu landsliðsferðinni.

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir,  Golfklúbbi Reykjavíkur,  sem er meðal keppenda á Finnish International Junior Championship  fór holu í höggi á 17. holu á Cooke vellinum, í Vierumäki, í Finnlandi, á öðrum keppnisdegi í gær.

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, við 17. holuna á Cooke vellinum þar sem hún fór holu í höggi í morgun!

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, við 17. holuna á Cooke vellinum þar sem hún fór holu í höggi í gær! Mynd: golf.is

Það eru örugglega ekki margir Íslendingar heldur sem hafa farið holu í höggi í Finnlandi og Gerður Hrönn auk þess ein af sárafáum sem það gerir í fyrstu landsliðsferðinni.

Svona er þetta flotta, unga fólk  í golfinu, glæsilegir fulltrúar okkar erlendis!!!

Golf 1 óskar Gerði Hrönn innilega til hamingju með ásinn!!!