Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 18:15

Íslandsbankamótaröðin (4): Helga Kristín og Aron Snær sigruðu í flokki 17-18 ára

Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði í piltaflokki 17-18 ára á Íslandsbankamótaröðinni, en keppni í elstu flokkum er lokið.

Aron Snær spilaði einstaklega vel í mótinu, hann jafnaði vallarmetið af hvítum teigum í gær þegar hann spilaði á 69 höggum, í dag kom hann inn á 74 höggum og endaði á 143 höggum eða einum undir pari.

Í öðru sæti hafnaði Ísak Jasonarson úr Golfklúbbnum Keili á 148 höggum og þriðji varð Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbbi Kópavogs og Garðabæjar á 149 högum.

Piltar 17-18 ára.

1.sæti   Aron Snær Júlíusson                      GKG      69/74=143 -1

2.sæti   Ísak Jasonarson                               GK          75/73=148 +4

3.sæti   Ragnar Már Garðarsson               GKG      71/78=149 +5

Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum sigraði í stúlknaflokki 17-18 ára en hún lék hringina þrjá á 159 höggum og hafði talsverða yfirburði og sigraði með sjö högga mun.

Í öðru sæti hafnaði Særós Eva Óskarsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 166 höggum og í þriðja sæti hafnaði Gunnhildur Kristjánsdóttir einnig úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 173 höggum.

Stúlkur 17-18 ára

1. sæti  Helga Kristín Einarsdóttir  NK      81/78=159 +15

2. sæti Særós Eva Óskarsdóttir                GKG       85/81=166 +22

3. sæti  Gunnhildur Kristjánsdóttir          GKG      82/91=173 +29