Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 08:45

GB: Flugmiðar meðal verðlauna á Opna Icelandair Hotels mótinu nk. laugardag!

Langar þig út í heim?  Þá er tilvalið á skreppa í Borgarnes og taka þátt í Opna Icelandair Hotels mótinu, sem fram fer n.k. laugardag á  Hamarsvelli í Borgarnesi, því meðal vinninga eru flugmiðar með Icelandair út í heim.

Leikfyrirkomulagið er punktakeppni með forgjöf og veitt eru nánadarverðlaun á öllum par-3 holum.

Reyndar eru öll verðlaun með glæsilegasta móti, sbr. eftirfarandi:

Flugmiðar með Icelandair út í heim

Gjafabréf fyrir tvo á Icelandair Hótel Akureyri með morgunmat.

Gjafabréf fyrir tvo á Icelandair Hótel Natura með morgunmat.

Gjafabréf fyrir tvo á Icelandair Hótel Hamar með morgunmat.

Gjafabréf fyrir tvo á Icelandair Hótel Hamar með morgunmat.

Gjafabréf fyrir tvo í brunch á Icelandair Hótel Marina.

Golfpakki fyrir tvo á Hótel Hamri að verðmæti 42,000.-(nánadarveðlaun á 8 braut).

Ecco golfbúnaður…

 Þá er bara að drífa sig í Borgarnes næsta laugardag og leika flottan Hamarsvöllinn!  Það má skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: