Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 15:00

Tiger vísar gagnrýni Faldo á bug

Tiger Woods hefir kurteisislega vísað gagnrýni Nick Faldo á sér á bug með  því að hrista höfuðið í vantrú.

Faldo, sem talaði við einn af bandarísku netfréttamiðlunum sagði m.a.: „Tiger hefir vaknað og gert sér grein fyrir að þetta er erfið íþrótt og að hann er aðeins dauðlegur.“

Þetta komment lét Faldo falla í umræðu um slælega frammistöðu Tiger á US Open risamótinu nú nýlega, en síðan þá hefir komið í ljós að Tiger átti við meiðsl í olnboga að stríða, sem m.a. hefir leitt til þess að vafi er á hvort hann geti leikið á Opna breska í næsta mánuði.

Faldo bætti við:„Hann er bara ekki á góðum stað andlega séð. Þetta var svo auðvelt fyrir hann hér áður, hann lét það líta út fyrir sem það væri auðvelt, jafnvel þegar þetta er erfið íþrótt.“

„En allt sem hann hefir gengið í gegnum, þ.e. öll persónulegu vandamál hans hafa haft áhrif á huga hans og það er bara svo margt í þessari íþrótt sem fer fram í huganum.“

„Að hafa taugar er undirstöðuatriði.“

Svar Tiger við þessum ummælum Faldo voru einfaldlega: „Ég veit ekki, ég hef unnið 4 sinnum í ár.“  Aðspurður hvort sér finndist hann eiga í andlegum erfiðleikum úti á velli sagði Tiger einfaldlega:„Nei.“

Auðvitað hefir Tiger spilað betur en nokkur kylfingur á þessari jarðarkringlu í ár.

Hann hefir sigrað í tveimur heimsmótum og tveimur PGA Tour mótum og er á toppi peningalista PGA Tour.

Og þó Tiger hafi ekki unnið á risamóti frá því á Opna bandaríska 2008 þá hefir hann þó unnið 7 sinnum á s.l. 15 mánuðum

Og Tiger er líka aftur orðinn nr. 1 á heimslistanum og einkalíf hans blómstrar með nýja konu sér við hlið.

En það virðist ekki nægja Faldo!

Allt sem Tiger sagði var að hann vonaðist til að vera orðinn nógu góður í olnboganum fyrir Opna breska.

„Í fullkomnum heimi, þá dansa ég um og set niður 360 sinnum,“ sagði Tiger. „En það bara gerist ekki, þannig að ég myndi vilja vera 100%, en ég veit ekki. Þetta byggist bara á því hvernig líkaminn tjaslast saman og þá sjáum við til hvernig gengur.“

Tiger hefir svo sannarlega ekki sloppið við meiðsli á ferli sínum, m.a. í vinstra hné, hásin og háls/hnakka meiðsl.

Og hann spilaði síðan í gegnum sársaukastuðulinn á Meríon og gerði meiðsl sín í olnboga verri með því að slá högg úr þykkum US Open karganum.

„Ég lagði hart að mér á US Open og reyndi að spila í gegnum verkinn, en ég gerði bara allt verra með því að slá boltann úr karganum og það kom að þeim punkti að ég gat ekki spilað,“ sagði hann.

„Ég hlusta á læknana og snerti ekki kylfu,“ sagði Tiger, sem fór í gegnum heilt prógramm af lækningum fyrir olnbogann m.a. rafstuð, ultrasound tæki, nudd og bólgu- og verkjastillandi lyf.

Það er munur á því að vera sár og vera meiddur. Það er hægt að spila sár en ef maður spilar meiddur þá getur það orðið til þess að maður spili ekki í lengri tíma.“

Hér má sjá myndskeið þar sem Tiger vísar gagnrýni Nick Faldo á sig á bug SMELLIÐ HÉR: