Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 07:00

PGA: Castro efstur á AT&T

Það er Roberto Castro sem leiðir eftir 1. dag AT&T mótsins, sem hófst í gær á Congressional í Maryland.

Castro lék á 5 undir pari, 66 höggum.

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Castro eru 3 kylfingar: Bud Cauley, Graham DeLaet og Billy Horschel.

Í 5. sæti er hópur 8 kylfinga en þeirra á meðal eru m.a. Jim Furyk, Nicolas Colsaerts og Brandt Snedeker en þeir eru allir á 2 undir pari, 69 höggum og eru því 3 höggum á eftir Castro.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á AT&T SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á AT&T SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á AT&T sem er örn, sem Nick Watney átti SMELLIÐ HÉR: