Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2013 | 19:45

Íslandsbankamótaröðin (4): Eva Karen og Björn Óskar sigruðu í flokki 15-16 ára

Heimadrengurinn Björn Óskar Guðjónsson úr Golfklúbbnum Kili sigraði í flokki drengja 15-16 ára á Íslandsbankamótaröðinni, sem lauk rétt í þessu á Hlíðarvelli Mosfellsbæ.

Björn Óskar lék hringina tvo á 152 höggum, átta yfir pari.  Jafnir í öðru sæti hafnaði Tumi Hrafn Kúld úr Golfklúbbi Akureyrara og Einar Snær Ásbjörnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur báðir á 154 höggum,  eða tíu yfir pari.

1.sæti   Björn Óskar Guðjónsson   GKJ     73/79 =152 +8

2.sæti   Tumi Hrafn Kúld                           GA         77/77 =154 +10

2.sæti   Einar Snær Ásbjörnsson            GR         78/76 =154 +10

Eva Karen Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í flokki telpna 15-16 ára með þriggja högga mun. Eva Karen lék hringina tvo á 168 höggum, 24 yfir pari.

Í öðru sæti hafnaði Saga Traustadóttir einnig úr Golfklúbbi Reykjavíkur og í þriðja sæti varð Sigurlaug Rún Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili.

1.sæti   Eva Karen Björnsdóttir     GR          76/92 =168 +24

2.sæti   Saga Traustadóttir                       GR          82/89 =171 +27

3.sæti   Sigurlaug Rún Jónsdóttir           GK          81/90 =171 +27