NK: Styrktarmót Ólafs Lofts á morgun
Styrktarmót fyrir Ólaf Björn Loftsson atvinnukylfing úr Nesklúbbnum verður haldið á morgun, miðvikudaginn, 3. júlí. Ólafur stefnir að því að taka þátt í úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaraðirnar í golfi í haust. Hann hefur æft stíft á síðustu mánuðum, unnið vel að sínum leik og er fullur sjálfstrausts fyrir komandi verkefni. Markmið hans er að vera í sínu allra besta formi þegar úrtökumótin hefjast og öðlast þátttökurétt meðal bestu kylfinga heims. Mótið mun hefjast klukkan 08:00 og verður ræst út til klukkan 20:00. Ekki eru bókaðir rástímar heldur er boltarennan í gildi á fyrsta teig. Leiknar verða 9 holur og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni Lesa meira
Af kylfingum og kylfusveinum
Fréttir af kylfingum að veitast að kylfusveinum sínum hafa gengið fjöllunum hærra nú á síðustu misserum. Á lokahring Travelers mótsins þegar Bubba Watson missti sigurinn úr höndum sér á síðustu holunum var kylfuberinn húðskammaður. Aumingja maðurinn gat bara ekki gert neitt rétt, m.a. hreytir Bubba í hann hvort hann sé nú að gefa honum upp réttu fjarlægðirnar? Ömurlegt að þurfa að verða vitni að svona framkomu kylfinga gagnvart kylfusveinum sínum. Sjá má myndskeiðið af Bubba á Travelers með því að SMELLA HÉR: Skrefinu lengra gekk þó bandarísk-tékkneski kylfingurinn Jessica Korda sem tók þátt í Opna bandaríska kvenmótinu (US Women´s Open) nú um helgina. Hún hreinlega rak kylfusveininn sinn, Jason Lesa meira
PGA: Gaf DH Lee áhorfendum fingurinn á AT&T? – Myndskeið
DH Lee deildi 3. sæti á AT&T National mótinu á PGA Tour, sem lauk nú um helgina. Eins og gerist hjá öllum átti hann afar slælegt högg á 3. hring, sem fór svona líka svakalega í taugarnar á honum. Það náðist á upptöku að hann virðist gefa áhorfendum alþjóðlegt merki, miðfingur upp í loft, sem merki um að þeir ættu bara að f@**a? sér. Hann bar reyndar af sér að merkinu hefði verið beint að áhorfendum heldur einungis að sjálfum sér. Heldur dapurlegt að sjá svona hjá atvinnukylfingum og ekki til eftirbreytni! „Mér þykir þetta leitt,“ sagði hinn 25 ára Lee eftir hringinn. „Þessu var beint að mér. Að boltanum Lesa meira
GÖ: Vinavallarsamningi við GOS rift
Stjórn GÖ hefur samþykkt að segja upp vinavallasamningi við Golfklúbb Selfoss frá og með deginum í dag, 1. júlí 2013. Vinavellir GÖ eru núna Hveragerði og Kiðjaberg. Golf 1 hafði samband við stjórnarmenn í stjórn Golfklúbbs Öndverðarness, en menn þar vildu ekki tjá sig um ástæður riftunarinnar.
Afmæliskylfingur dagsins: Júlíana Kristný Sigurðardóttir – 1. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Júlíana Kristný Sigurðardóttir. Júlíana Kristný er fædd 1. júlí 1998 og á því 15 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Júlíana Kristný Sigurðardóttir (15 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (28 ára); Jade Schaeffer, 1. júlí 1986 (27 ára) ….. og ….. Oddný Hrafnsdóttir (51 árs) Classic Sportbar Lipurtá Snyrtistofa (26 ára) Bluessamband Reykjavíkur (28 ára) Sportstöðin Selfossi Glingur Net Hljómsveitin Allt Í Einu Veiðifélag Bjarnareyinga (103 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira
Tiger „lobbýast“ í að AT&T verði áfram á Congressional
Bethesda, Maryland þar sem Congressional golfvöllurinn er, er nálægt í reyndar í miðri hringiðu þekktrar miðsstöðvar heimspólítíkur og meðfylgjandi lobbýisma. Tiger Woods var engin undantekning en hann „lobbýaðist“ á blaðamannafundi fyrir því að AT&T National mótið mætti áfram vera haldið í Congressional CC. Tiger hefir notið þess undanfarin ár að spila á AT&T og var gestgjafi mótsins hér áður fyrr, en hann tók ekki þátt í þetta sinn sökum meiðsla í olnboga en hann er að hvíla olnbogann fyrir Opna breska. „Það hefir verið frábært að spila hér,“ sagði Tiger. „Við höfum notið tímans hér. Treystið mér, okkur (PGA Tour) langar til að koma aftur.“ „Fólkið hér kom og studdi Lesa meira
Allt jafnt á golfmóti lækna og lögmanna í ár – 5-5! – Myndasería
Í gær kepptu 20 læknar við 20 lögmenn í hinu árlega lækna-lögmanna móti í blíðskaparveðri á Urriðavelli. Ráshópar voru 10, 2 lögmenn kepptu við 2 lækna í betri bolta. Leikar fóru svo að allt var jafnt, staðan 5-5 og fá læknar að halda farandbikar, en þeir unnu keppnina í fyrra og eiga lögmenn því harma að hefna að ári liðnu. Hér má sjá myndaseríu af liðum lækna og lögmanna, sem kepptu í dag SMELLIÐ HÉR: Með þessu jafnræði í úrslitum hafa læknar og lögmenn unnið nákvæmlega jafnoft í þessari árlegu keppni, frá árinu 1995, en tvisvar sinnum áður frá 1995 hefir verið jafnt með liðunum. Mótið er þó eldra en Lesa meira
Heimslistinn: Casey upp um 67 sæti
Englendingurinn Paul Casey virðist vera að jafna sig á meiðslum, en hann vann í fyrsta sinn í lengri tíma mót í gær; og það hvorki meira né minna en Irish Open. Sigurinn dugði Casey þó ekki til þess að komast á topp-100 á heimslistanum en hann var fyrir mótið í 169. sæti. Casey fer þó vegna sigursins upp um 67 sæti og situr nú í 102. sæti heimslistans. Bill Haas, sem sigraði svo glæsilega á AT&T National mótinu á PGA Tour fer upp um 5 sæti á heimslistanum vegna sigursins var í 29. sæti en er nú í 24. sæti heimslistans. Litlar breytingar eru meðal efstu 12 á heimlistanum. Efstu Lesa meira
Viðtal við landsliðsþjálfarann eftir Finnish International Junior Open
Á föstudag lauk Finnish International Junior Championship, sem fram fór í Vierumäki í Finnlandi. Þetta er í annað sinn sem mótið fer fram með alþjóðlegum keppendum og hafa Íslendingar átt þátttakendur í bæði skipin. Í fyrra fóru fimm keppendur en tólf sóttu mótið í ár. Mótið er fyrir stúlkur og drengi í flokkum 15-16 ára og 14 ára og yngri og telur Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari þetta mót henta vel fyrir okkar fremstu unglinga í þessum aldursflokkum. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili náði frábærum árangri og hafnaði í öðru sæti eftir bráðabana um sigurinn við Finnann Sami Valimaki. Að sögn Úlfars var keppnin gríðarlega spennandi allan tímann. Gísli var með forystuna Lesa meira
GHH: Anna Kristín og Gestur sigruðu á Opna Humarhátíðarmótinu á Höfn!
Opna Humarhátíðarmótið fór fram laugardaginn 29. júní á Höfn í Hornafirði. Þátttakendur í ár voru 31, 28 karlar og 3 konur. Leikfyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf og keppt í karla- og kvenaflokki og verðlaun veitt fyrir efstu 3 sæti. Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir besta skor og fyrir að vera næstur holu. Verðlaunin voru humar á grillið frá Skinney Þinganes. Allir voru auk þess leystir út með glæsilegum teiggjöfum og eftir hringinn fengu allir nammilega humarsúpu, eins og aðeins fæst á Höfn! Úrslit voru eftirfarandi: Besta skor: Bjartur Logi Finnsson, NK. Hann spilaði Silfurnesvöll á 2 yfir pari, 72 höggum! Punktakeppni með forgjöf/ kvennaflokkur: 1 Arna Kristín Hilmarsdóttir GKJ 12 Lesa meira







