
Af kylfingum og kylfusveinum
Fréttir af kylfingum að veitast að kylfusveinum sínum hafa gengið fjöllunum hærra nú á síðustu misserum.
Á lokahring Travelers mótsins þegar Bubba Watson missti sigurinn úr höndum sér á síðustu holunum var kylfuberinn húðskammaður. Aumingja maðurinn gat bara ekki gert neitt rétt, m.a. hreytir Bubba í hann hvort hann sé nú að gefa honum upp réttu fjarlægðirnar? Ömurlegt að þurfa að verða vitni að svona framkomu kylfinga gagnvart kylfusveinum sínum. Sjá má myndskeiðið af Bubba á Travelers með því að SMELLA HÉR:
Skrefinu lengra gekk þó bandarísk-tékkneski kylfingurinn Jessica Korda sem tók þátt í Opna bandaríska kvenmótinu (US Women´s Open) nú um helgina. Hún hreinlega rak kylfusveininn sinn, Jason Gilroyed á miðjum lokahring US Women´s Open risamótsins eftir 9 holur og kærestinn tók við pokanum. Ástæðu brottrekstursins sagði Korda að hún hefði verið orðin ansi leið á eilífum deilum við Gilroyed um kylfuval. Þetta hefði bara verið farið að bitna á leik hennar og tími kominn að hún skemmti sér svolítið á vellinum. Fyrri 9 á lokahring US Women´s Open var Korda á 40 höggum en eftir að kærestinn tók við 36. Korda lauk keppni á risamótinu á samtals 2 yfir pari og varð T-7 í mótinu.
Það þarf að fara allt aftur til Opna breska 2001 til þess að finna kylfings/kylfubera sögur, þar sem kylfingar missa stjórn á skapi sínu vegna einhvers sem kylfuberinn á að hafa gert á stærstu mótaröðunum. A.m.k. sögur, sem hafa vakið jafnmikla athygli og framangreindar tvær.
Þegar Tiger rak Steve Williams 2011, var það ekki vegna einhvers sem Williams hafði gert, a.m.k. var það ekki opinbera skýringin
Atvikið á Opna breska 2001 er auðvitað þegar Ian Woosnam lét skap sitt bitna á kylfubera sínum, Miles Byrne, eftir að sá athugaði ekki að í poka Woosnam voru 15 en ekki leyfilegar 14 kylfur og Woosnam hlaut 2 högg í víti, sem var heldur betur afdrifaríkt. Sjá má myndskeið af atvikinu með því að SMELLA HÉR:
Eftir á sagði Woosnam að hann bæri ábyrgðina á því að réttur kylfufjöldi væri í pokanum sínum, en ekki kylfuberinn og hann gaf Byrnes sjéns …. þ.e. Woosnam var ekkert að reka Byrne. Hins vegar fór Byrne (kylfuberinn) illa með þetta tækifæri á Scandinavian Open það ár, þegar hann mætti allt of seint og þunnur á teig og þá var þolinmæðin Woosy á þrotum.
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022