Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2013 | 01:00

PGA: Gaf DH Lee áhorfendum fingurinn á AT&T? – Myndskeið

DH Lee deildi 3. sæti á AT&T National mótinu á PGA Tour, sem lauk nú um helgina. Eins og gerist hjá öllum átti hann afar slælegt högg á 3. hring, sem fór svona líka svakalega í taugarnar á honum.

Það náðist á upptöku að hann virðist gefa áhorfendum alþjóðlegt merki, miðfingur upp í loft, sem merki um að þeir ættu bara að f@**a? sér.

Hann bar reyndar af sér að merkinu hefði verið beint að áhorfendum heldur einungis að sjálfum sér.

Heldur dapurlegt að sjá svona hjá atvinnukylfingum og ekki til eftirbreytni!

„Mér þykir þetta leitt,“ sagði hinn 25 ára Lee eftir hringinn. „Þessu var beint að mér. Að boltanum mínum. Þetta var pirringur. Ég var ekki að beina þessu að neinum.“

Tja, þetta kallar maður að bjarga sér, en dæmið sjálf með því að sjá myndskeið af uppákomunni hjá DH Lee SMELLIÐ HÉR: