35 heitustu konurnar í golfinu
Í efnisleit á netinu að fréttum tengdu golfi verður ekki hjá því komist að rekast á ýmislegt forvitnilegt. Hér var nefið rekið inn á síðu sem heitir brobible.com, þar sem á er gömul frétt frá Masters mótinu. Fréttin heitir „35 heitustu konurnar í golfinu.“ Þar eru týndar til allskyns konur, ekki bara kvenkylfingar af LPGA, heldur einnig þátttastjórnendur golfþátta (Holly Sonders) og kærestur stjörnukylfinga (s.s. Caroline Wozniacki og Lindsey Vonn). Nokkra athygli vekur að Anna Rawson, Sarah Kemp, Sophie Sandolo og t.a.m. Anna Grezebien eru ekki á þessum lista, enda alltaf smekksatriði hverju sinni hverjum upp er raðað. Jafnframt vekur athygli að Alison Micheletti kæresta Martin Kaymer er „aðeins“ 35. heitasta Lesa meira
Jones vann 13. titil sinn á japanska PGA og þar með sæti á Opna breska
Ástralski kylfingurinn Brendan Jones vann 13. titil sinn á ferlinum á Japan Golf Tour og hlaut m.a. í verðlaun sæti á Opna breska. Jones sigraði á Mizuno Open með 3 höggum á næsta mann og heldur til Muirfield innan skamms en Opna breska risamótið fer fram síðar í mánuðnum. Meðal annarra og e.t.v. þekktari ástralskra þátttakanda á Opna breska eru: Adam Scott, Jason Day, Geoff Ogilvy, Peter Senior, Stephen Dartnall, Marcus Fraser, Steve Jeffress og John Senden. Brendan Jones sem er 38 komst í 4. sæti peningalista Japan Golf Tour með sigrinum. Hann vann sama titil árið 2004.
Minningarmót Harðar Barðdal 15. júlí n.k.
Minningarmót Harðar Barðdal verður haldið á púttvellinum við Hraunkot, mánudaginn 15. júlí næstkomandi kl. 18.00. Hraunkot er á svæði golfklúbbsins Keilis Hafnarfirði en æfingar GSFÍ hafa farið fram á æfingasvæði Keilis undanfarin ár. Veitt eru verðlaun í flokki fatlaðra og ófatlaðra og eru allir velkomnir að taka þátt í þessu móti. Einnig verður afhentur hvatningarbikar GSFÍ sem er farandbikar gefinn af dætrum Harðar Barðdal í minningu hans. Skráning í mótið fer fram á staðnum.
Golfútbúnaður: Titleist setur á markað Scotty Cameron Futura pútter Adam Scott
Titleist fyrirtækið hefir tilkynnt í þessari viku að pútterinn, sem Adam Scott notaði þegar hann vann Masters risamótið 2013, Scotty Cameron Futura X, muni verða markaðssettur þannig að almenningi gefist kostur á að spila með gripnum. „Ég lýsi Futura X sem frábærum pútter fyrir þá kylfinga sem þarfnast hægrar, stöðugrar stroku þar sem boltinn hoppar ekki mikið,“ sagði aðalhönnuður Scotty Cameron. „Þetta er hin fullkomna hönnun fyrir Adam og við erum örugg á því að allir kylfingar vilja stöðugleika í stroku sinni ásamt því að þurfa að nota hendurnar minna.“ „Nýi Futura X pútterinn er stöðugasti pútterinn sem ég hef notað,“ sagði Scott m.a. um pútterinn góða. Scott and Scotty (Cameron) Lesa meira
Higgins missir af Opna breska fyrir að vera með 15. kylfuna í úrtökumóti
David Higgins er Íri, sem spilar á Evrópumótaröðinni. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna Írska, (líkt og hálf-landi hans Rory) og hann varð T-29 vikuna áður á BMW International Open. Úrtökumót fóru fram á 4 stöðum fyrir Opna breska; þ.e.á Dunbar golfvellinum, East Lothian, Musselburgh og í North Berwick í Skotlandi og tók Higgins þátt í síðastnefnda úrtökumótinu og viti menn komst í 3 manna bráðabana…. sem hann tapaði fyrir að vera með 15. kylfuna í pokanum. Úrslit – Dunbar Úrslit – East Lothian Úrslit – Musselburgh Úrslit – North Berwick Starfsmenn R&A voru með fréttina á Twitter en þar sagði: „Fréttir af bráðabananum í North Berwick: David Lesa meira
Hvað er í pokanum hjá Inbee Park?
Inbee Park, nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, sigraði s.s. öllum er kunnugt á 3. risamótinu í röð í ár, þ.e. US Women´s Open á Sebonack golfvellinum í Southampton, New York. Hún hefir því sigrað á öllum risamótum ársins það sem af er og verður spennandi að fylgjast með henni á Opna breska kvenmótinu. Á US Women´s Open varð Inbee Park 3. í röðinni yfir fæst pútt og það á erfiðum flötum Sebonack. Vopnið hennar var Odyssey White Ice Sabertooth pútter. Að öðru leyti var eftirfarandi í sigurpoka Inbee: Srixon XXIO 7 dræver (10.5 gráður), TaylorMade RBZ Tour 3-tré (14.5 gráður), TaylorMade RBZ Tour 5-tré (18 gráður), TaylorMade RBZ Tour blendingur Lesa meira
Hverjir eru 10 bestu kylfingar sem ekki hafa unnið risamót?
Þeir hjá Golf Digest hafa tekið saman lista í máli og myndum um 10 bestu kylfinga heims, sem ekki hafa sigrað á risamóti. Hér má sjá samantekt Golf Digest SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Sigurjónsson. Gunnar Þór fæddist 2. júlí 1994 og er því 19 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gunnar Þór hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri og hefir m.a. unnið hjá Golfspjall.is. Gunnar Þór. Mynd: Golf 1. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gunnar Þór Sigurjónsson (19 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alfred Harry Padgham, f. 2. júlí 1906 – d. 4. mars 1966 ; Brianne Jade Arthur, 2. júlí 1988 (25 ára – áströlsk – á LET) … og Lesa meira
GB: Bjarki vann á Opna Icelandair Hotels mótinu!
Á laugardaginn s.l. fór fram Opna Icelandair Hotels mótið á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þátttakendur voru 104, þar af 24 konur. Verðlaun voru af glæsilegri endanum m.a. flugmiðar út í heim með Icelandair, þ.e. fyrir besta skor . Margir aðrir glæsilegir vinningar voru veittir. Verðlaun í mótinu hlutu eftirfarandi: Flugmiði með Icelandair til Evrópu fyrir einn = Bezta skor höggleikur Bjarki Pétursson, GB á 71 höggi Gjafabréf fyrir tvo á Icelandair Hótel Akureyri með morgunmat+ flugmiði fyrir 2 = 1. sæti pkt: Guðlaugur Guðjón Kristinsson, GL á 40 pkt. Gjafabréf fyrir tvo á Icelandair Hótel Natura með morgunmat.= 2. sæti pkt: Sigurður Egill Þorvaldsson, GKJ á 39 pkt. Gjafabréf fyrir tvo á Icelandair Hótel Hamar Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýi Callaway Optiforce dræverinn
Þremur dögum eftir að Callaway setti á markaðinn nýja Mack Daddy 2 wedge-inn þá var tilkynnt að settur yrði á markaðinn nýr FT Optiforce dræver. Optiforce er léttari og meira fyrirgefandi en síðasti dræver Callaway þ.e. Callaway X Hot og eins á að vera hægt að slá auðveldar hærri bolta með Optiforce. Nýi dræverinn hefir gengið undir nöfnunum „Falcon“ eða „Project Black Tail“ innan R&D deildar þ.e. rannsóknar og þróunardeildar Callaway, en deildin lofar m.a. bættum boltahraða og val á léttari sköftum. PGA Tour kylfingarnir Trevor Immelman, Tommy Gainey og Andres Gonzales eru allir þegar farnir að nota nýja, létta Optiforce-inn. Nýi dræverinn er 10 grömmum léttari en Callaway Hot X, Lesa meira










