
Allt jafnt á golfmóti lækna og lögmanna í ár – 5-5! – Myndasería
Í gær kepptu 20 læknar við 20 lögmenn í hinu árlega lækna-lögmanna móti í blíðskaparveðri á Urriðavelli. Ráshópar voru 10, 2 lögmenn kepptu við 2 lækna í betri bolta. Leikar fóru svo að allt var jafnt, staðan 5-5 og fá læknar að halda farandbikar, en þeir unnu keppnina í fyrra og eiga lögmenn því harma að hefna að ári liðnu.
Hér má sjá myndaseríu af liðum lækna og lögmanna, sem kepptu í dag SMELLIÐ HÉR:
Með þessu jafnræði í úrslitum hafa læknar og lögmenn unnið nákvæmlega jafnoft í þessari árlegu keppni, frá árinu 1995, en tvisvar sinnum áður frá 1995 hefir verið jafnt með liðunum. Mótið er þó eldra en frá árinu 1995 – læknar og lögmenn hafa mættst allt frá árunum 1988-1989. Yfirleitt hefir verið keppt á Strandarvelli á Hellu, en nú var ákveðið að bregða út af vananum og keppa á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.
Í fyrstu var keppt um Örorkumatsbikarinn, en í gríni var sagt að örorkumat væri eini sameiginlegi snertiflöturinn, sem lögmenn og læknar fundu í störfum sínum. Sá bikar var tekinn úr umferð og nú er keppt um bikar sem Glaxo Smith-Kline lyfjafyrirtækið gaf, en fyrirtækið er samt löngu hætt allri aðkomu að mótinu.
Allt hnífjafnt milli lækna og lögmanna, jafnt í dag sem yfir heildina s.l. 18 ár.
Eftirfarandi lið kepptu í dag:
Steinn A. Jónsson og Einar Thoroddsen læknar g. Ármanni Ármannssyni og Benedikt Sveinssyni, lögmönnum. Sá leikur vannst af hálfu lögmanna 5&4.
Ásgerður Sverrisdóttir og Baldur Tumi Baldursson læknar g. Gunnari Jónssyni og Braga Dór Hafþórssyni, lögmönnum. Sá leikur vannst af hálfu lögmanna 1&0.
Guðmundur Arason og Steinn Jónsson læknar g. Sigríði Ólafsdóttur og Hervöru Þorvaldsdóttur, dómurum. Sá leikur vannst af hálfu lækna 3&2.
Einar Brekkan og Þráinn Rósmundsson, læknar g. Gesti Jónssyni og Borgari Þór Einarssyni, lögmönnum. Sá leikur fór 2&0 fyrir lögmenn.
Gunnar Sigurðsson og Ólafur Z Ólafsson, læknar g. Gísla Hall og Friðjóni Erni Friðjónssyni, lögmönnum Sá leikur fór 3&1 fyrir lögmenn.
Birkir Sveinsson og Fritz Berndsson, læknar g. Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Gunnari Þór Ásgeirssyni, lögmönnum. Sá leikur fór 5&4 fyrir lögmenn.
Hrafnkell Óskarsson og Einar Oddsson, læknar g. Karli Karlssyni og Antoni Birni Markússyni, lögmönnum. Læknar unnu þennan leik.
Einar Einarsson og Snorri Einarsson, læknar g. Óla Inga Ólafssyni og Guðjóni Bragasyni, lögmönnum. Læknar unnu þennan leik.
Guðjón Birgisson og Kristinn Jóhannsson, læknar g. Lúðvík Bergvinssyni og Jóhannes Sigurðssyni, lögmönnum. Læknar unnu þennan leik.
Hörður Bergsteinsson og Reynir Þorsteinsson, læknar g. Davíð Guðmundssyni og Ólafi Arinbjörnssyni, lögmönnum. Læknar unnu þennan leik.
Nándarverðlaun:
5. hola Þráinn Rósmundsson, læknir. 3 metrar
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open