Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2013 | 13:25

Heimslistinn: Casey upp um 67 sæti

Englendingurinn Paul Casey virðist vera að jafna sig á meiðslum, en hann vann í fyrsta sinn í lengri tíma mót í gær; og það hvorki meira né minna en Irish Open. Sigurinn dugði Casey þó ekki til þess að komast á topp-100 á heimslistanum en hann var fyrir mótið í 169. sæti.  Casey fer þó vegna sigursins upp um 67 sæti og situr nú í 102. sæti heimslistans.

Bill Haas, sem sigraði svo glæsilega á AT&T National mótinu á PGA Tour  fer upp um 5 sæti á heimslistanum vegna sigursins var í 29. sæti en er nú í 24. sæti heimslistans.

Litlar breytingar eru meðal efstu 12 á heimlistanum. Efstu 6 sætin eru óbreytt frá síðustu viku: Tiger trónir enn í 1. sæti; Rory er þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurð á Irish Open enn í 2. sæti; Justin Rose er í 3. sæti; Adam Scott í 4. sæti; Matt Kuchar í 5. sæti og Phil Mickelson í 6. sæti.

Síðan koma smá breytingar: Brandt Snedeker tekur 7. sætið af Luke Donald sem fer niður í 8. sætið – einkum vegna góðrar frammistöðu Snedeker á AT&T National.

Fjögur næstu sæti eru óbreytt: Graeme McDowell er enn í 9. sæti; Louis Oosthuizen í 10. sæti; Steve Stricker í 11. sæti og Lee Westwood í 12. sæti.

Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: