Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2013 | 14:00

Tiger „lobbýast“ í að AT&T verði áfram á Congressional

Bethesda, Maryland þar sem Congressional golfvöllurinn er, er nálægt í reyndar í miðri hringiðu þekktrar miðsstöðvar heimspólítíkur og meðfylgjandi lobbýisma.

Tiger Woods var engin undantekning en hann „lobbýaðist“ á blaðamannafundi fyrir því að AT&T National mótið mætti áfram vera haldið í Congressional CC.

Tiger hefir notið þess undanfarin ár að spila á AT&T og var gestgjafi mótsins hér áður fyrr, en hann tók ekki þátt í þetta sinn sökum meiðsla í olnboga en hann er að hvíla olnbogann fyrir Opna breska.

„Það hefir verið frábært að spila hér,“ sagði Tiger. „Við höfum notið tímans hér. Treystið mér, okkur  (PGA Tour) langar til að koma aftur.“

„Fólkið hér kom og studdi okkur,“ hélt Tiger áfram. Þetta (Maryland/Washington DC) er mikil íþróttaborg. Þeir (áhangendur) styðja virkilega við bakið á íþróttunum sínum hér.  Þeir komu og studdu okkur áður fyrr og það hefir ekki verið öðruvísi í ár.“