Kris Blanks handtekinn vopnaður
PGA Tour kylfingurinn, Kris Blanks, var handtekinn s.l. sunnudag, 30. júní á Palm Beach International Airport eftir að uppgötvaðist að hann var með skammbyssu í handfarangrinum. Blanks var á leiðinni á góðgerðargolfmót, en var stöðvaður áður en hann gat farið um borð í vélina. Handfarangurinn var gegnumlýstur og öryggisverðir fundu 40 kalíbera Glock 27 skammbyssu með 8 skotum, var haft eftir lögrelgunni í Palm Beach. Blanks sagði að hann hefði gleymt að taka byssu sína úr handfarangrinum eftir að hann kom heim eftir ferðalag í vikunni þar áður. Hann bætti með væri ekki með byssuleyfi
Afmæliskylfingur dagsins: Jón Ævarr Erlingsson – 4. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Jón Ævarr Erlingsson. Jón Ævarr er fæddur 4. júlí 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Jón Ævarr er í Golfklúbbnum Oddi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Jón Ævarr Erlíngsson (40 ára stórfmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA, f. 4. júlí 1992 (21 árs) ….. og ….. Yesmine Olsson Örn Stefánsson (47 ára) Stefán Garðarsson (49 ára) Arnar Olsen Richardsson (45 ára) Mix DeTrix (38 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira
Birgir Leifur byrjar ekki vel
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður úr GKG tekur þátt í Bad Griesbach Challenge Tour by Hartl Resort, en mótið hófst í dag og er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur lék á 5 yfir pari, 77 höggum, fékk m.a.10 pör, þrjá slæma skramba á 2., 5. og 18. holu (allt par-4 holur); 2 skolla (á 10. og 17. holum) og tók þetta aðeins aftur með fuglum á 3., 6. og 11. holum. Því miður ekki góð byrjun hjá Birgi Leif, en hann er í einu af neðstu sætum í mótinu eftir 1. keppnisdag og ljóst að hann verður að eiga frábæran hring á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurð. Í efsta Lesa meira
Oakhill skemmdist í stormi
Skemmdir urðu á golfvellinum sögufræga í Oak Hill, Rochester, New York bæði af völdum flóða og auk þess féll 80 ára eikartré á 8. flöt þar í gær. Á golfvellinum mun 4. risamót ársins, PGA Championship, í karlagolfinu, fara fram 8.-11. ágúst n.k. Skemmdirnar eru ekki svo miklar að áhrif hafi á mótahald og verða þær lagaðar á næstu dögum. A.m.k. verður allt komið í stand fyrir PGA Championship. Af vellinum er annars það að frétta að kafarar hreinsuðu tjörn við 15. holu í fyrsta sinn í 20 ár og voru ófáir golfboltar, sem og aðrir munir fiskaðir upp úr henni.
GS: 4 með ása á Hólmsvelli
Það er ótrúlegt en satt en með stuttu millibili hafa 4 kylfingar úr GS farið holu í höggi á heimavellinum, Hólmsvelli í Leiru. Þann 28. júní fór Arnar Ástþórsson holu í höggi í Bergvíkinni (3. holunni). Í fyrradag, 2. júlí 2013, fór síðan Snæbjörn Guðni Valtýsson holu í höggi á 16. braut Hólmsvallar á Meistaramóti GS og notaði til þess 7-járn. Það var síðan í gær, 3. júlí 2013 sem Valdimar Birgisson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á erfiðu 13. brautinni (með vatnið fyrir framan). Valdimar var einnig að spila í Meistaramóti GS. Þess mætti til gamans geta að Ragnar Hauksson var bæði í ráshóp með Lesa meira
North aðstoðarfyrirliði Watson
Fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder Cup, Tom Watson, hefir valið tvöfaldan US Open risamótsmeistara (1978 og 1985), Andy North sem aðstoðarfyrirliða sinn í Ryder Cup, sem fram fer á næsta ári í Gleneagles í Skotlandi, 26.-28. september 2014. Watson tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af móti vikunnar á PGA Tour, þ.e. Greenbrier Classic, sem hefst í White Sulphur Springs, í Vestur-Vírgíníu í dag. „Andy veit hvað þarf til að sigra og það er það sem við þörfnumst í Ryder Cup liðinu,“ sagði Watson m.a. „Við þörfnumst leikmanna sem geta gengið frá málum.“ „Við höfum nú þegar rætt fram og tilbaka um leikmennina og þá Lesa meira
Natalie Gulbis giftir sig
Natalie Gulbis, 30 ára, sagði í viðtali við Golf World í síðustu viku að hún sé að fara að gifta sig. Sá heppni er Josh Rodarmel, fyrrum leikstjórnandi (ens. quarterback) í Yale og meðeigandi Power Balance bracelet. „Það hefir verið gaman að laumupokast með þetta,“ sagði Gulbis m.a. „Mikið af lífi mínu hefir verið svo opinbert. Þetta er yndislegt.“ Gulbis gerðist atvinnumaður í golfi 2001, en hefir aðeins einu sinni sigrað á LPGA, þ.e. á Evian Masters 2007. Hún hefir þó staðið sig virkilega vel undanfarið og greinilegt að Josh er að hafa góð áhrif. Meðal fyrrum kæresta hennar eru NFL ruðningsboltaleikstjórnandinn Ben Roethlisberger og PGA Tour kylfingurinn Dustin Johnson. Gulbis Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2013
Það er Baldvin Örn Berndsen, sem er afmæliskylfingur dagsins. Baldvin Örn er fæddur 3. júlí 1962 og á því 51 árs afmæli í dag! Eitt af fjölmörgum áhugamálum Baldvins Arnar er golf. Baldvin Örn er kvæntur Berglindi Helgadóttur og eiga þau saman 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Baldvin Örn Berndsen Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John C. Palmer, 3. júlí 1918 – 14. september 2006; Guillaume Cambis, 3. júlí 1988 (25 ára) …. og ….. Marsibil Saemundardottir Halldór Örn Sudsawat Oddsson (49 ára) Anna Jóna Jósepsdóttir (26 ára) Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir (57 ára) Postulín Svönu (54 ára) Lesa meira
GA: Framkvæmdastjórastaða laus
Halla Sif, framkvæmdastjóri GA, hefur óskað eftir því við stjórn klúbbsins að láta af störfum til að takast á við ný verkefni. Stjórn hefur orðið við þessari ósk, en jafnframt varð að samkomulagi að Halla vinni uppsagnarfrest og ljúki við uppgjör á núverandi starfsári í október/nóvember nk. Halla Sif hefur verið framkvæmdastjóri GA síðastliðin sjö ár. Hefur samstarf Höllu við stjórn og starfsfólk verið með miklum ágætum og eru henni þökkuð góð störf á miklum framkvæmdatímum. Auglýst verður eftir framkvæmdastjóra fljótlega.
GA: Volare kvennamótið verður n.k. sunnudag
Volare Open kvennamótið vinsæla hjá GA verður haldið nk. sunnudag, 7. júlí 2013. Þetta er 18 holu punktakeppni með forgjöf og eru rástímar frá kl. 9:00 til 12:00. Veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin. Nándarverðlaun á 4. og 18. braut Verðlaun fyrir lengsta teighögg á 8. braut Kynning verður á Volare vörum. Volare konur koma okkur alltaf á óvart, við höfum að leik loknum fengið fótabað, axlanudd, handardekur 🙂 Hvað verður núna……… ? Þetta er svo sannarlega eitt besta kvennamót ársins!!! Verð kr. 3.500.-









