Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2013 | 14:55

GA: Volare kvennamótið verður n.k. sunnudag

Volare Open kvennamótið vinsæla hjá GA verður haldið nk. sunnudag, 7. júlí 2013.

Þetta er 18 holu punktakeppni með forgjöf og eru rástímar frá kl. 9:00 til 12:00.

Veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin.

Nándarverðlaun á 4. og 18. braut

Verðlaun fyrir lengsta teighögg á 8. braut

Kynning verður á Volare vörum. Volare konur koma okkur alltaf á óvart, við höfum að leik loknum fengið fótabað, axlanudd, handardekur 🙂 Hvað verður núna……… ?  Þetta er svo sannarlega eitt besta kvennamót ársins!!!

Verð kr. 3.500.-

Axlarnudd og fótabað að lokinni keppni. Á hvaða golfmóti er boðið upp á annað eins dekur og á Volare?  Mynd: Golf 1

Axlarnudd og fótabað að lokinni keppni. Á hvaða golfmóti er boðið upp á annað eins dekur og á Volare? Mynd: Golf 1