Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2013 | 18:25

Kris Blanks handtekinn vopnaður

PGA Tour kylfingurinn, Kris Blanks,  var handtekinn s.l. sunnudag, 30. júní á Palm Beach International Airport eftir að uppgötvaðist að hann var með skammbyssu í handfarangrinum.

Blanks var á leiðinni á góðgerðargolfmót, en var stöðvaður áður en hann gat farið um borð í vélina.

Handfarangurinn var gegnumlýstur og öryggisverðir fundu 40 kalíbera Glock 27 skammbyssu með 8 skotum, var haft eftir lögrelgunni í Palm Beach.

Blanks sagði að hann hefði gleymt að taka byssu sína úr handfarangrinum eftir að hann kom heim eftir ferðalag í vikunni þar áður.

Hann bætti með væri ekki með byssuleyfi