Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2013 | 06:00

North aðstoðarfyrirliði Watson

Fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder Cup, Tom Watson, hefir valið tvöfaldan US Open risamótsmeistara (1978 og 1985), Andy North sem aðstoðarfyrirliða sinn í Ryder Cup, sem fram fer á næsta ári í Gleneagles í Skotlandi, 26.-28. september 2014.

Watson og North

Watson og North

Watson tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af móti vikunnar á PGA Tour, þ.e. Greenbrier Classic, sem hefst í White Sulphur Springs, í Vestur-Vírgíníu í dag.

„Andy veit hvað þarf til að sigra og það er það sem við þörfnumst í Ryder Cup liðinu,“ sagði Watson m.a. „Við þörfnumst leikmanna sem geta gengið frá málum.“

„Við höfum nú þegar rætt fram og tilbaka um leikmennina og þá gerð ungra leikmanna sem koma til með að mynda uppistöðuna í liðinu og þá gerð leikmanna, sem ég vona að komist í liðið.“

„Ég er svo sannarlega ánægður með að hafa Andy mér við hlið og í eyrunum til þess að hjálpa mér að taka þær ákvarðanir, sem munu koma bikarnum aftur heim frá Evrópu í þetta sinn. Biðin eftir honum (bikarnum) er orðin of löng.“

Watson og North munu reyna að binda endi á röð 7 ósigra gegn Evrópu í s.l. 9 keppnum.

Sögufrægt er tap þeirra í Chicago á síðasta ári í því sem nefnt hefir verið „kraftaverkið í Medinah.“

„Ég var hrifinn, yfir mig hrifinn yfir tækifærinu ekki aðeins vonandi að eiga hlutverki að gegna í að koma bikarnum aftur tilbaka heldur einnig að fá að hjálpa kærum vini,“ sagði hinn 63 ára North, sem þekkt hefir Watson frá árinu 1967. „Ég hlakka til.“

„Þetta verður frábær reynsla og grunnatriði að við náum W(in) (þ.e. sigri – vísun líka til W(atson)  í lok vikunnar!“