Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2013 | 17:30

Birgir Leifur byrjar ekki vel

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður úr GKG tekur þátt í Bad Griesbach Challenge Tour by Hartl Resort, en mótið hófst í dag og er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur lék á 5 yfir pari, 77 höggum, fékk m.a.10 pör,  þrjá slæma skramba á 2., 5. og 18. holu (allt par-4 holur); 2 skolla (á 10. og 17. holum) og tók þetta aðeins aftur með fuglum á 3., 6. og 11. holum.

Því miður ekki góð byrjun hjá Birgi Leif, en hann er í einu af neðstu sætum í mótinu eftir 1. keppnisdag og ljóst að hann verður að eiga frábæran hring á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurð.

Í efsta sæti eftir 1. dag er Frakkinn Victor Riu, en hann lék á 9 undir pari, 63 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Bad Griesbach Challenge Tour by Hartl Resort SMELLIÐ HÉR: