Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 01:45

PGA: Every efstur eftir 2. dag

Það er Bandaríkjamaðurinn Matt Every sem kom sér í forystu á Greenbrier Classic mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour nú í kvöld, en hann átti frábæran hring upp á 62 högg!!! Samtals er Every búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (69 62) þar af spilaði hann á 8 undir pari 2. daginn!!! Á hringnum góða missti Every hvergi högg og fékk 8 fugla og 10 pör. Fimm eru síðan í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Every, þ.á.m. nýliðinn viðkunnanlegri Russell Henley; allir á samtals 8 undir pari, 132 höggum. Nokkrir góðir komust ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni þ.á.m.: Robert Karlsson, Ryo Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 01:30

GKJ: Guðmundur með ás!

Guðmundur Jónsson, GKJ, keppandi í fyrsta flokki á Meistaramóti GKJ gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á öðrum keppnisdegi Meistaramótsins. Guðmundur náði draumahögginu á fyrstu braut Hlíðavallar. Ekki amaleg byrjun á hringnum. Golf 1 óskar Guðmundi innilega til hamingju með draumahöggið!!! Heimild: Facebooksíða GKJ

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 01:00

Evróputúrinn: Zanotti leiðir í Frakklandi

Það er Fabrizio Zanotti frá Paragvæ sem leiðir þegar Alstom Open de France mótið er hálfnað í París. Hann er samtals búinn að spila á 6 undir pari, 136 höggum (68 68). Jafnir í 2. sæti eru Thomas Björn, Richard Sterne og Sören Kjeldsen, allir á samtals 5 undir pari, hver. Fimmta sætinu deila síðan 4 kylfingar þ.á.m. Graeme McDowell, allir á samtals 4 undir pari. Niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari og meðal þekktra kylfinga sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru José Maria Olázabal, Pablo Larrazabal , Peter Uihlein, Edoardo Molinari og Thongchai Jaidee.  Til þess að sjá stöðuna þegar Alstom Open de France er hálfnað SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2013 | 14:00

Birgir Leifur komst ekki í gegnum niðurskurð

Þó margir eigi eftir að ljúka keppni er óhætt að fullyrða að Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hafi ekki komist í gegnum niðurskurð á  Bad Griesbach Challenge Tour by Hartl Resort mótinu, en þar er leikið á hinum krefjandi Beckenbauer velli. Birgir Leifur lék á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (77 72) og er einkum fyrri hringurinn sem er að skemma fyrir, en Birgir var á parinu í dag og bætti sig því um 5 högg milli hringja. Niðurskurður er sem stendur miðaður við 2 undir pari. Í dag fékk Birgir Leifur 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba. Þegar þetta er ritað er Frakkinn Victor Riu enn efstur í mótinu á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Agnar Daði Kristjánsson – 5. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Agnar Daði Kristjánsson. Agnar Daði er fæddur 5. júlí 1999 og er því 14 ára í dag. Agnar Daði er í Golfklúbbi Húsavíkur (GH).   Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Agnar Daði Kristjánsson (14 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigurður Hafsteinsson 5. júlí 1956 (57 ára); Jeff Hall, 5. júlí 1957 (56 ára); Markus Brier, 5. júlí 1968 (45 ára) …… og ……. Snorri Páll Ólafsson (24 ára) Valdís Guðbjörnsdóttir (46 ára) Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir-Mensý (49 ára) Íris Björg Þorvarðardóttir (39 ára) Guðjón D Gunnarsson (69 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2013 | 09:45

Golftíska: Pils og golfkjólar sjást varla á völlum hérlendis!

Úrval á góðum golfklæðnaði fyrir konur hefir aukist hérlendis. Margar konur kjósa þó að kaupa golfklæðnað sinn erlendis og oft samanstendur klæðaskápur kvenkylfinga af minjagripum sem keyptir hafa verið á ýmsum golfvöllum sem spilaðir hafa verið erlendis; óteljandi golfsstuttermabolir, nokkrar góðar golfpeysur og buxur. Flestir kvenkylfingar eiga einnig í golfklæðaskápnum óhefðbundnari golfklæðnað, sem fæstar láta sjá sig í hérlendis. Hér á landi þykir jafnvel óhefðbundið og óvanalegt að sjá kvenkylfinga í pilsi, nema í þar til gerðum mótum þ.e. hatta- og pilsamótum. Flestar kjósa að vera í einhverju svörtu, þægilegu og margar með heilan klæðaskáp í golfsettinu til þess að klæða af sér veðrið hérlendis. Þess vegna er alltaf gaman Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2013 | 09:25

Daly flottur 4. júlí!

Það verður ekki skafið af John Daly að hann sker sig úr svo um munar á golfvöllum heimsins og lífgar upp á umhverfið hvar sem hann kemur. Í gær, á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí 2013, mætti hann í mjög svo þjóðlegum buxum á Greenbriar mótið sem fram fer í Vestur Virginíu. Buxurnar skörtuðu þjóðfána Bandaríkjanna – Stars and Stripes – og voru í hefðbundnum „Loudmouth“ stíl. Hins vegar hefði skor Daly alveg mátt vera betra í mótinu.  Hann var á 5 yfir pari, 75 höggum og er í einu af neðsta sætinu, þ.e. deilir 145. sætinu ásamt 4 fremur óþekktum kylfingum, aðeins 2 höggum frá botnsætinu. Það er vonandi að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2013 | 09:00

Beckenbauer um völlinn sem heitir eftir honum og Birgir Leifur spilar á

Í gær hófst Bad Griesbach Challenge Tour í Hartl Resort og þeir sem keppa í mótinu, þ.á.m. Birgir Leifur Hafþórsson, spila á Beckenbauer golfvellinum, sem heitir í höfuðið á einum helsta íþróttamanni Þýskalands –  keisarans – fótboltastjörnunnar Franz Beckenbauer. Beckenbauervöllurinn er 7,322 yarda (6695 metra) par-72 golfvöllur. Beckenbauer er sá þýski íþróttamaður sem hlotið hefir flestar viðurkenningar, hefir m.a. spilað í yfir 100 landsleikjum fyrir Þýskaland, í mörgum sem fyrirliði auk þess að vera framkvæmdastjóri besta fótboltaliðs Þýskalands, Bayern München, en undir hans stjórn hefir Bayern München m.a. unnið 3 Evrópumeistaratitla í röð. Keisarinn er líka einn af aðeins tveimur knattspyrnumönnum til þess að lyfta heimsbikarnum sem leikmaður og framkvæmdastjóri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2013 | 23:00

PGA: Wagner og Gainey leiða eftir 1. dag á Greenbrier Classic

Í dag hófst á The Old White TPC, White Sulphur Springs í Vestur-Virginíu, The Greenbrier Classic mótið, en það er mót vikunnar á PGA Tour. Eftir 1. dag eru það Johnson Wagner og „tveggja hanska“ Tommy Gainey sem deila 1. sætinu. Báðir áttu glæsihringi upp á 8 undir pari, 62 högg. Í 3. sæti eru Webb Simpson og Jin Park frá Suður-Kóreu, 2 höggum á eftir, þ.e. á 6 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna í heild á Greenbrier Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2013 | 22:00

Frank Stranahan látinn

Áður en golfstjörnur og golfgoðsagnir komu fram, menn á borð við Arnold Palmer og Tiger Woods, var maður sem sameinaði hvorutveggja, Frank Stranahan. Hann er einn af albestu áhugamönnum í golfi, allra tíma.  Stranahan dó á síðasta júnídegi þessa árs s.l. sunnudag,            30. júní 2013 í West Palm Beach, Flórída. Það var sonur hans, Lance, sem tilkynnti um andlát föður síns en Stranahan dó eftir stutt veikindi. Stranahan vann meira en 50 áhugamannamót á árunum 1940-1960.  Hann var einn fyrsti íþróttamaðurinn, sem lagði áherslu á vöðvauppbyggingu.  Fæstir á hans tíma gerðu það, þar sem þeir töldu að þeir misstu sveigjanleika fyrir vikið. Palmer kallaði Shanahan Lesa meira