PGA: Every efstur eftir 2. dag
Það er Bandaríkjamaðurinn Matt Every sem kom sér í forystu á Greenbrier Classic mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour nú í kvöld, en hann átti frábæran hring upp á 62 högg!!! Samtals er Every búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (69 62) þar af spilaði hann á 8 undir pari 2. daginn!!! Á hringnum góða missti Every hvergi högg og fékk 8 fugla og 10 pör. Fimm eru síðan í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Every, þ.á.m. nýliðinn viðkunnanlegri Russell Henley; allir á samtals 8 undir pari, 132 höggum. Nokkrir góðir komust ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni þ.á.m.: Robert Karlsson, Ryo Lesa meira
GKJ: Guðmundur með ás!
Guðmundur Jónsson, GKJ, keppandi í fyrsta flokki á Meistaramóti GKJ gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á öðrum keppnisdegi Meistaramótsins. Guðmundur náði draumahögginu á fyrstu braut Hlíðavallar. Ekki amaleg byrjun á hringnum. Golf 1 óskar Guðmundi innilega til hamingju með draumahöggið!!! Heimild: Facebooksíða GKJ
Evróputúrinn: Zanotti leiðir í Frakklandi
Það er Fabrizio Zanotti frá Paragvæ sem leiðir þegar Alstom Open de France mótið er hálfnað í París. Hann er samtals búinn að spila á 6 undir pari, 136 höggum (68 68). Jafnir í 2. sæti eru Thomas Björn, Richard Sterne og Sören Kjeldsen, allir á samtals 5 undir pari, hver. Fimmta sætinu deila síðan 4 kylfingar þ.á.m. Graeme McDowell, allir á samtals 4 undir pari. Niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari og meðal þekktra kylfinga sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru José Maria Olázabal, Pablo Larrazabal , Peter Uihlein, Edoardo Molinari og Thongchai Jaidee. Til þess að sjá stöðuna þegar Alstom Open de France er hálfnað SMELLIÐ HÉR:
Birgir Leifur komst ekki í gegnum niðurskurð
Þó margir eigi eftir að ljúka keppni er óhætt að fullyrða að Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hafi ekki komist í gegnum niðurskurð á Bad Griesbach Challenge Tour by Hartl Resort mótinu, en þar er leikið á hinum krefjandi Beckenbauer velli. Birgir Leifur lék á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (77 72) og er einkum fyrri hringurinn sem er að skemma fyrir, en Birgir var á parinu í dag og bætti sig því um 5 högg milli hringja. Niðurskurður er sem stendur miðaður við 2 undir pari. Í dag fékk Birgir Leifur 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba. Þegar þetta er ritað er Frakkinn Victor Riu enn efstur í mótinu á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Agnar Daði Kristjánsson – 5. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Agnar Daði Kristjánsson. Agnar Daði er fæddur 5. júlí 1999 og er því 14 ára í dag. Agnar Daði er í Golfklúbbi Húsavíkur (GH). Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Agnar Daði Kristjánsson (14 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigurður Hafsteinsson 5. júlí 1956 (57 ára); Jeff Hall, 5. júlí 1957 (56 ára); Markus Brier, 5. júlí 1968 (45 ára) …… og ……. Snorri Páll Ólafsson (24 ára) Valdís Guðbjörnsdóttir (46 ára) Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir-Mensý (49 ára) Íris Björg Þorvarðardóttir (39 ára) Guðjón D Gunnarsson (69 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira
Golftíska: Pils og golfkjólar sjást varla á völlum hérlendis!
Úrval á góðum golfklæðnaði fyrir konur hefir aukist hérlendis. Margar konur kjósa þó að kaupa golfklæðnað sinn erlendis og oft samanstendur klæðaskápur kvenkylfinga af minjagripum sem keyptir hafa verið á ýmsum golfvöllum sem spilaðir hafa verið erlendis; óteljandi golfsstuttermabolir, nokkrar góðar golfpeysur og buxur. Flestir kvenkylfingar eiga einnig í golfklæðaskápnum óhefðbundnari golfklæðnað, sem fæstar láta sjá sig í hérlendis. Hér á landi þykir jafnvel óhefðbundið og óvanalegt að sjá kvenkylfinga í pilsi, nema í þar til gerðum mótum þ.e. hatta- og pilsamótum. Flestar kjósa að vera í einhverju svörtu, þægilegu og margar með heilan klæðaskáp í golfsettinu til þess að klæða af sér veðrið hérlendis. Þess vegna er alltaf gaman Lesa meira
Daly flottur 4. júlí!
Það verður ekki skafið af John Daly að hann sker sig úr svo um munar á golfvöllum heimsins og lífgar upp á umhverfið hvar sem hann kemur. Í gær, á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí 2013, mætti hann í mjög svo þjóðlegum buxum á Greenbriar mótið sem fram fer í Vestur Virginíu. Buxurnar skörtuðu þjóðfána Bandaríkjanna – Stars and Stripes – og voru í hefðbundnum „Loudmouth“ stíl. Hins vegar hefði skor Daly alveg mátt vera betra í mótinu. Hann var á 5 yfir pari, 75 höggum og er í einu af neðsta sætinu, þ.e. deilir 145. sætinu ásamt 4 fremur óþekktum kylfingum, aðeins 2 höggum frá botnsætinu. Það er vonandi að Lesa meira
Beckenbauer um völlinn sem heitir eftir honum og Birgir Leifur spilar á
Í gær hófst Bad Griesbach Challenge Tour í Hartl Resort og þeir sem keppa í mótinu, þ.á.m. Birgir Leifur Hafþórsson, spila á Beckenbauer golfvellinum, sem heitir í höfuðið á einum helsta íþróttamanni Þýskalands – keisarans – fótboltastjörnunnar Franz Beckenbauer. Beckenbauervöllurinn er 7,322 yarda (6695 metra) par-72 golfvöllur. Beckenbauer er sá þýski íþróttamaður sem hlotið hefir flestar viðurkenningar, hefir m.a. spilað í yfir 100 landsleikjum fyrir Þýskaland, í mörgum sem fyrirliði auk þess að vera framkvæmdastjóri besta fótboltaliðs Þýskalands, Bayern München, en undir hans stjórn hefir Bayern München m.a. unnið 3 Evrópumeistaratitla í röð. Keisarinn er líka einn af aðeins tveimur knattspyrnumönnum til þess að lyfta heimsbikarnum sem leikmaður og framkvæmdastjóri Lesa meira
PGA: Wagner og Gainey leiða eftir 1. dag á Greenbrier Classic
Í dag hófst á The Old White TPC, White Sulphur Springs í Vestur-Virginíu, The Greenbrier Classic mótið, en það er mót vikunnar á PGA Tour. Eftir 1. dag eru það Johnson Wagner og „tveggja hanska“ Tommy Gainey sem deila 1. sætinu. Báðir áttu glæsihringi upp á 8 undir pari, 62 högg. Í 3. sæti eru Webb Simpson og Jin Park frá Suður-Kóreu, 2 höggum á eftir, þ.e. á 6 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna í heild á Greenbrier Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Frank Stranahan látinn
Áður en golfstjörnur og golfgoðsagnir komu fram, menn á borð við Arnold Palmer og Tiger Woods, var maður sem sameinaði hvorutveggja, Frank Stranahan. Hann er einn af albestu áhugamönnum í golfi, allra tíma. Stranahan dó á síðasta júnídegi þessa árs s.l. sunnudag, 30. júní 2013 í West Palm Beach, Flórída. Það var sonur hans, Lance, sem tilkynnti um andlát föður síns en Stranahan dó eftir stutt veikindi. Stranahan vann meira en 50 áhugamannamót á árunum 1940-1960. Hann var einn fyrsti íþróttamaðurinn, sem lagði áherslu á vöðvauppbyggingu. Fæstir á hans tíma gerðu það, þar sem þeir töldu að þeir misstu sveigjanleika fyrir vikið. Palmer kallaði Shanahan Lesa meira









