Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2013 | 15:30

GA: Framkvæmdastjórastaða laus

Halla Sif, framkvæmdastjóri GA, hefur óskað eftir því við stjórn klúbbsins að láta af störfum til að takast á við ný verkefni.

Stjórn hefur orðið við þessari ósk, en jafnframt varð að samkomulagi að Halla vinni uppsagnarfrest og ljúki við uppgjör á núverandi starfsári í október/nóvember nk.

Halla Sif hefur verið framkvæmdastjóri GA síðastliðin sjö ár.

Hefur samstarf Höllu við stjórn og starfsfólk verið með miklum ágætum og eru henni þökkuð góð störf á miklum framkvæmdatímum.

Auglýst verður eftir framkvæmdastjóra fljótlega.