Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2013 | 06:30

GS: 4 með ása á Hólmsvelli

Það er ótrúlegt en satt en með stuttu millibili hafa 4 kylfingar úr GS farið holu í höggi á heimavellinum, Hólmsvelli í Leiru.

Þann 28. júní fór Arnar Ástþórsson holu í höggi í Bergvíkinni (3. holunni).

Bergvíkin á Hólmsvelli í Leiru. Mynd: Golf 1

Bergvíkin á Hólmsvelli í Leiru. Mynd: Golf 1

Í fyrradag, 2. júlí 2013, fór síðan  Snæbjörn Guðni Valtýsson holu í höggi á 16. braut Hólmsvallar á Meistaramóti GS og notaði til þess 7-járn.

Snæbjörn Guðni. Mynd: GS

Snæbjörn Guðni. Mynd: GS

Það var síðan í gær, 3. júlí 2013 sem Valdimar Birgisson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á erfiðu 13. brautinni (með vatnið fyrir framan).  Valdimar var einnig að spila í Meistaramóti GS.

Þess mætti til gamans geta að Ragnar Hauksson var bæði í ráshóp með Snæbirni Guðna þegar hann fór holu í höggi og síðan Valdimar, þegar hann sló draumahögg sitt,  þannig að Ragnar virðist vera mjög ásahvetjandi og hafa góð áhrif á spilafélaga sína!

Loks var það Sigurður Sævarsson, sem fór holu í höggi á 16. brautinni, líka í Meistaramóti GS og líka í gær!

4 ásar á viku, þar af 3 ásar á 2 dögum á Meistaramóti GS!!!  Glæsilegt þetta!!!

Golf 1 óskar kylfingunum 4 innilega til hamingju með draumahöggin!!!

Spenningurinn á Suðurnesjum er nú hverjum takist að fara  holu í höggi á 8. brautinni, sem er eina par-3 hola vallarins, sem er óásuð í þessari mikla ásadrífu s.l. daga?

Heimild og myndir: gs.is