Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2013 | 22:00

Natalie Gulbis giftir sig

Natalie Gulbis, 30 ára, sagði í viðtali við Golf World í síðustu viku að hún sé að fara að gifta sig. Sá heppni er Josh Rodarmel, fyrrum leikstjórnandi (ens. quarterback) í Yale og meðeigandi Power Balance bracelet.

„Það hefir verið gaman að laumupokast með þetta,“ sagði Gulbis m.a. „Mikið af lífi mínu hefir verið svo opinbert. Þetta er yndislegt.“

Gulbis gerðist atvinnumaður í golfi 2001, en hefir aðeins einu sinni sigrað á LPGA, þ.e. á Evian Masters 2007.  Hún hefir þó staðið sig virkilega vel undanfarið og greinilegt að Josh er að hafa góð áhrif.

Meðal fyrrum kæresta hennar eru NFL ruðningsboltaleikstjórnandinn Ben Roethlisberger og PGA Tour kylfingurinn Dustin Johnson.

Gulbis segir í viðtalinu við Golf World að hún hafi hitt Rodarmel, 29 ára, í sambandi við fyrirtæki hans Power Balance.