Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2013 | 14:30

Oakhill skemmdist í stormi

Skemmdir urðu á golfvellinum sögufræga í Oak Hill, Rochester, New York bæði af völdum flóða og auk þess féll 80 ára eikartré á 8. flöt þar í gær.

Á golfvellinum mun 4. risamót ársins, PGA Championship, í karlagolfinu, fara fram 8.-11. ágúst n.k.

Skemmdirnar eru ekki svo miklar að áhrif hafi á mótahald og verða þær lagaðar á næstu dögum.

A.m.k. verður allt komið í stand fyrir PGA Championship.

Af vellinum er annars það að frétta að kafarar hreinsuðu tjörn við 15. holu í fyrsta sinn í 20 ár og voru ófáir golfboltar, sem og aðrir munir  fiskaðir upp  úr henni.