Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2013 | 22:00

Frank Stranahan látinn

Áður en golfstjörnur og golfgoðsagnir komu fram, menn á borð við Arnold Palmer og Tiger Woods, var maður sem sameinaði hvorutveggja, Frank Stranahan. Hann er einn af albestu áhugamönnum í golfi, allra tíma.  Stranahan dó á síðasta júnídegi þessa árs s.l. sunnudag,            30. júní 2013 í West Palm Beach, Flórída. Það var sonur hans, Lance, sem tilkynnti um andlát föður síns en Stranahan dó eftir stutt veikindi.

Stranahan vann meira en 50 áhugamannamót á árunum 1940-1960.  Hann var einn fyrsti íþróttamaðurinn, sem lagði áherslu á vöðvauppbyggingu.  Fæstir á hans tíma gerðu það, þar sem þeir töldu að þeir misstu sveigjanleika fyrir vikið.

Palmer kallaði Shanahan alltaf „Muscles“.  „Stranahan sannaði að það að vera í góðu formi og með vöðvamassa var ekki svo slæm hugmynd.  Hann sigraði tvívegis á British Amateur, meðan mótið taldist enn til risamóta og hann var einu sinni í 2. sæti á Masters og tvisvar sinnum á Opna breska. Álitið er að hann hafi verið besti áhugamaður heims á árunum milli Bobby Jones frá 1930 og að Tiger Woods, þ.e. 1990.

Stranahan virtist hafa það allt. Hann var sonur Robert A. Stranahan, frá Boston, sem var auðmaður gegnum fyrirtæki sitt, Champion Spark Plug Company of Toledo, Ohio. Stranahan yngri var myndarlegur, heilbrigður, auðugur og heimsklassa lyftingamaður.

Stranahan byrðjaði í ræktinni eftir að hann reyndi að komast í ruðningsboltalið menntaskóla síns. „Þjálfarar hans sögðu honum að hann væri of lítill, hann var örugglega ekki meira en 63 kíló og það væru fullt af stæðilegri strákum,“ sagði sonur hans í viðtali við New York Times

Frank Stranahan skráði sig í ræktina í tíma hjá Charles Atlas, borðaði mikið af steik og þyngdi sig í 170 pund (þ.e. 77 kíló).

Hann bjó sér síðar til eigin áætlun í ræktinni fyrir golfið sem fólst í að draga úr vöðvavexti upphandleggja.

Tim Finchem, framkvæmdastjóri PGA Tour, sagði m.a. í minningarorðum um Frank Stranahan í fréttatilkynningu: „Þegar litið er til íþrótta-mennsku leikmanna í dag getum við með sanni sagt að Frank hafi verið á undan sinni samtíð þegar kom að golfi og þrekæfingum.“

9-faldur risamótsmeistari Gary Player sagði á Twitter að Stranahan hefði verið „lærifaðir sinn í ræktinni, vinur og hvatning.“

Stranahan hóf að hlaupa eftir að hann hætti í keppnisgolfi 1064. Hann keppti m.a. í New York og Boston maraþonunum. Síðar gerðist Stranahan grænmetisæta, sem lagði sér aldrei framar til munns kjöt. Fæði hans samanstoð af heilkornafæði, ferskum ávöxtum og grænmeti.

Stranahan stóð ekki við orð sem hann lét uppi í The Palm Beach Post, árið 1999, en þar sagði hann: „Mér finnst sem ég muni lifa lengur en flest fólk dreymir um að lifa. Ég hugsa að það verði auðvelt fyrir mig að verða 120 ára.“   Það vantaði 30 ár upp á.