Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 01:00

Evróputúrinn: Zanotti leiðir í Frakklandi

Það er Fabrizio Zanotti frá Paragvæ sem leiðir þegar Alstom Open de France mótið er hálfnað í París.

Hann er samtals búinn að spila á 6 undir pari, 136 höggum (68 68).

Jafnir í 2. sæti eru Thomas Björn, Richard Sterne og Sören Kjeldsen, allir á samtals 5 undir pari, hver.

Fimmta sætinu deila síðan 4 kylfingar þ.á.m. Graeme McDowell, allir á samtals 4 undir pari.

Niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari og meðal þekktra kylfinga sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru José Maria Olázabal, Pablo Larrazabal , Peter Uihlein, Edoardo Molinari og Thongchai Jaidee.

 Til þess að sjá stöðuna þegar Alstom Open de France er hálfnað SMELLIÐ HÉR: