Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 01:45

PGA: Every efstur eftir 2. dag

Það er Bandaríkjamaðurinn Matt Every sem kom sér í forystu á Greenbrier Classic mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour nú í kvöld, en hann átti frábæran hring upp á 62 högg!!!

Samtals er Every búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (69 62) þar af spilaði hann á 8 undir pari 2. daginn!!!

Á hringnum góða missti Every hvergi högg og fékk 8 fugla og 10 pör.

Fimm eru síðan í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Every, þ.á.m. nýliðinn viðkunnanlegri Russell Henley; allir á samtals 8 undir pari, 132 höggum.

Nokkrir góðir komust ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni þ.á.m.: Robert Karlsson, Ryo Ishikawa, Charles Howell III, Phil Mickelson, Mike Weir, Vijay Singh, Boo Weekley  og Jesper Parnevik.

John Daly dró sig úr mótinu eftir mjög svo skrautlega framkomu (í bandarísku fánabuxunum) 4. júlí þ.e. á 1. keppnisdegi.

Til þess að sjá stöðuna á Greenbrier Classic eftir 2. keppnisdag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg dagsins á 2. degi Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR: