Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2013 | 23:00

PGA: Wagner og Gainey leiða eftir 1. dag á Greenbrier Classic

Í dag hófst á The Old White TPC, White Sulphur Springs í Vestur-Virginíu, The Greenbrier Classic mótið, en það er mót vikunnar á PGA Tour.

Eftir 1. dag eru það Johnson Wagner og „tveggja hanska“ Tommy Gainey sem deila 1. sætinu.

Báðir áttu glæsihringi upp á 8 undir pari, 62 högg.

Í 3. sæti eru Webb Simpson og Jin Park frá Suður-Kóreu, 2 höggum á eftir, þ.e. á 6 undir pari, 64 höggum.

Til þess að sjá stöðuna í heild á Greenbrier Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: