Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2013 | 11:00

GS: Karen og Guðmundur Rúnar klúbbmeistarar 2013

Karen Guðnadóttir og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson endurtóku leikinn frá 2011 og urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja 2013, en 6 daga Meistaramóti klúbbsins lauk í gær.  103 keppendur í Meistaramótinu luku keppni, en nokkru fleiri voru skráðir í það. Guðmundur Rúnar lék hringina 4 í meistaraflokki á 9 yfir pari, 297 höggum og átti 4 högg á Davíð Jónsson, sem varð í 2. sæti. Í kvennaflokki sigraði Karen Guðna, Rut Þorsteinsdóttur með mikum yfirburðum, en þær tvær voru einu keppendur í meistaraflokki kvenna. Helstu úrslit á Meistaramóti GS eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 1 F 44 37 81 9 72 71 73 81 297 9 2 Davíð Jónsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2013 | 09:30

GKJ: Kristján Þór og Nína Björk klúbbmeistarar 2013

Meistaramóti GKJ lauk í gær.  Að þessu sinni voru 152 sem luku keppni í Meistaramótinu, þar af 30 kvenkylfingar. Klúbbmeistarar GKJ 2013 eru Kristján Þór Einarsson og Nína Björk Geirsdóttir.   Kristján Þór var á samtals 13 yfir pari, 301 höggi og átti 8 högg á þann sem næstur kom í Meistaraflokki karla í GKJ, Guðjón Karl Þórisson. Minni munur var í kvennaflokki en þar var Nína Björk var á samtals 32 yfir pari, 320 höggum og munaði aðeins 2 höggum á henni og Heiðu Guðnadóttur, klúbbmeistara GKJ 2012. Helstu úrslit í Meistaramóti GKJ 2013 voru eftirfarandi: Meistaraflokkur kvenna: 1 Nína Björk Geirsdóttir GKJ 2 F 39 38 77 5 84 75 84 77 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2013 | 00:15

PGA: Johnson Wagner leiðir

Það er Johnson Wagner sem leiðir fyrir lokahring Greenbriar Classic. Hann er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 196 höggum (62 70 64). Í 2. sæti er Jimmy Walker 12 höggum á eftir þ.e. á 4 undir pari, 198 höggum samtals. Í 3. sæti er síðan Svíinn Jonas Blixt á samtals 10 höggum undir pari, 200 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Greenbriar Classic eftir 3. hring SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá högg 3. dags á Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Gestaspilari á golfvellinum þennan daginn ætlar að fara í sturtu eftir hringinn, en villist inn í kvenna búningsklefann. Þegar hann stendur nakinn og syngjandi undir sturtunni koma 3 konur inn og þá fyrst tekur hann eftir að hann hefir farið í vitlausan búningsklefa. Í örvæntingunni, sem grípur hann detta honum aðeins tveir möguleikar í hug, að hylja mestan part líkama síns eða aðeins höfuðið. Hann velur seinni kostinn og hleypur framhjá konunum. Þær horfa á eftir honum stjarfar af undrun. Síðan þegar sú fyrsta kemur upp orði, segir hún: „Sko, þetta var EKKI maðurinn minn.“ Önnur konan segir: „Þetta er rétt, þetta er ekki maðurinn þinn.“ Og sú þriðja er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 18:55

GSS: Sigríður Eygló og Árný Lilja sigruðu á 10 ára afmælis kvennamóti GSS

Í dag fór fram hið geysivinsæla kvennamót GSS. Að venju var leikformið punktakeppni með forgjöf og veitt fjölmörg aukaverðlaun m.a. fyrir flest högg í vatnið (silungur) og fyrir flestar 6ur (fallegur kvennærfatnaður).  Engin af þeim 52 konum sem þátt tóku hafa farið tómhentar því allar velja sér af stóru verðlaunahlaðborði sem kvennanefnd leggur mikinn metnað í og hefir verið veglegt undanfarin 10 ár. Að þessu sinni var um afmælismót kvennamóts GSS að ræða  en mótið er 10 ára í ár og af því tilefni var hlaðborðið enn glæsilegra en áður hefur sést og auk slatta hefðbundinna verðlauna voru veitt óhefðbundin aukaverðlaun. Meðal nýjunga í ár var að veitt voru verðlaun fyrir flesta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 18:30

GSF: Sigurður Hreinsson sigraði á Opna Brimbergsmótinu!

Það var Húsvíkingurinn Sigurður Hreinsson sem kom til Seyðisfjarðar, sá og sigraði þ.e. á Opna Brimbergsmótinu sem fram fór í dag. Þátttakendur voru 58, þar af 4 konur.  Leikformið var hefðbundið þ.e. höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í höggleiknum og 5 efstu í punktakeppninni og gat sami aðili ekki tekið verðlaun í hvorutveggja. Skemmst er frá því að segja að Sigurður vann bæði í höggleiknum, spilaði Hagavöll á 77 höggum og eins í punktakeppninni en hann var á 33 punktum. Í 2. sæti í punktakeppninni, sem væntanlega hefir tekið verðlaun fyrir 1. sætið var heimamaðurinn Gunnlaugur Bogason.  Í 2. sæti í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 18:00

Evróputúrinn: GMac og Sterne efstir

Fyrir lokadaginn á Alstom Open de France deila Richard Sterne frá Suður-Afríku og GMac þ.e. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, efsta sætinu. Þeir eru báðir búnir að spila á samtals 5 undir pari, 208 höggum, hvor; Sterne (68 69 71) og GMac (69 69 70). Þrír deila þriðja sætinu þ.e. Bernd Wiesberger frá Austurríki, Englendingurinn David Howell og Richard Green frá Ástralíu.  Þeir eru allir 1 höggi á eftir forystunni þ.e. á samtals 4 undir pari, 209 höggum, hver. Í 6. sætinu eru síðan Englendingurinn Simon Dyson og Daninn Sören Kjeldsen, á samtals 3 undir pari hvor.   Stendur einhver af framangreindum uppi sem sigurvegari á Alstom Open de France á morgun? Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 12:30

Fjórir góðir golfstaðir í Evrópu (1/4)

Nú er mitt sumar og eflaust margir, sem búnir eru að skipuleggja golfferðir erlendis, síðsumars eða í haust. Ferðaskrifstofur bjóða upp á fjölmargar og fjölbreytilegar ferðir, en þó eru alltaf einhverjir sem kjósa að skipuleggja sitt eigið frí, kaupa sér flugmiða, leigja sér bíl og prófa velli sem landinn er ekki að fjölmenna á.  Fyrir þá sem eru í slíkum hugleiðingum verður hér greint frá nokkrum  góðum hugmyndum næstu daga, sem Golf1 getur hæglega mælt með við kylfinga að prófa: PORTÚGAL   Vidago Palace Hotel & Golf Resort Heimilisfang: Vidago Palace Hotel Parque de Vidago Apartado 16 5425-307 Vidago Lýsing: Þessi golfvöllur er í fallegu umhverf Valle del Duero (þaðan sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 11:30

Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Kristín Ragnarsdóttir – 6. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Þóra Kristín Ragnarsdóttir. Þóra Kristín er fædd 6. júlí 1998 og því 15 ára í dag. Þóra Kristín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún spilar á Íslandsbankamótaröðinni og hefir staðið sig vel. Í fyrra, árið 2012, sigraði Þóra Kristín á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka að Hellishólum og spilaði um 1. sætið á 3. mótinu á Korpu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Arnaud Massey, 6. júlí 1877;  Azuma Yano, 6. júlí 1977 (36 ára) ….. og ….. Liz Baffoe Þórhalla Arnardóttir (49 ára) Healing Energy Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2013 | 07:00

Daly í uppskurð á olnboga

John Daly dró sig úr The Greenbrier Classic mótinu vegna meiðsla á olnboga.  Þetta er í 2. sinn í ár að hann dregur sig úr móti. Daly tvítaði í kjölfarið: „Fer í uppskurð á olnboga í næstu viku og verð frá í 3-4 mánuði #stenstekkisársaukannlengur.“ Daly spilaði 3 holur á 2. hring á Old White TPC og fékk tvo skolla. Daly var á 5 yfir pari, 75 höggum á 1. hring. Daly er tvöfaldur risamótsmeistari, en hefir aðeins komist 4 sinnum í gegnum niðurskurð af 11 skiptum sem hann hefir tekið þátt í mótum í ár. Besti árangur Daly er T-50 niðurstaða á Puerto Rico Open.