Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2013 | 09:00

Beckenbauer um völlinn sem heitir eftir honum og Birgir Leifur spilar á

Í gær hófst Bad Griesbach Challenge Tour í Hartl Resort og þeir sem keppa í mótinu, þ.á.m. Birgir Leifur Hafþórsson, spila á Beckenbauer golfvellinum, sem heitir í höfuðið á einum helsta íþróttamanni Þýskalands –  keisarans – fótboltastjörnunnar Franz Beckenbauer.

Beckenbauervöllurinn er 7,322 yarda (6695 metra) par-72 golfvöllur.

Beckenbauer er sá þýski íþróttamaður sem hlotið hefir flestar viðurkenningar, hefir m.a. spilað í yfir 100 landsleikjum fyrir Þýskaland, í mörgum sem fyrirliði auk þess að vera framkvæmdastjóri besta fótboltaliðs Þýskalands, Bayern München, en undir hans stjórn hefir Bayern München m.a. unnið 3 Evrópumeistaratitla í röð. Keisarinn er líka einn af aðeins tveimur knattspyrnumönnum til þess að lyfta heimsbikarnum sem leikmaður og framkvæmdastjóri þannig að Beckenbauer er goðsögn innan knattspyrnunnar.

Beckenbauer sem m.a. var tvívegis valinn knattspyrnumaður Evrópu átti stóran hlut í að Hartl Resort varð að veruleika, en það var hans hugmynd að landið í hjarta Bayern yrði notað undir golfvelli.

„Það er orðið langt síðan að ég ráðlagði Alois Hartl að byggja golfvelli á þessu fallega svæði og það gerði hann, hann fór að ráðum mínum og nú er þetta einn stærsti golfstaður í Evrópu,“ sagði Beckenbauer m.a. „Þar eru 6 golfvellir og þetta er paradís sérhvers kylfings.“

„Einn af eigendunum og Bernhard Langer, sem hannaði völlinn komu til mín dag einn og spurðu hvað mér findist um það að einn vallanna bæri nafnið mitt og ég sagði bara OK.“

„Þetta svæði er ekki mjög fjölfarið, það liggur aðeins utan við aðalborgirnar München og Regensburg, þannig að það er ekki mikill fólksfjöldi hér. Þannig til þess að auka vinsældirnar vildu þeir nota nafn mitt.“

Á Beckenbauer golfvellinum eru þröngar brautir og hátt hár kargi og vatn kemur við sögu á næstum hverri holu þannig að það sem þarf af teig er nákvæmni og kraftur.

Beckenbauer völlurinn er einn af 6 golfvöllum Hartl Resort, en það er ekki nokkur vafi hvaða völlur er uppáhaldsgolfvöllur Beckenbauer: „Þetta (sá sem ber nafn hans) er sá besti og fallegasti og hann er virkilega krefjandi fyrir meðalkylfinginn, sem og atvinnumennina sem er frábært.“

Beckenbauer ætlaði að taka þátt í Pro-Am mótinu en varð frá að hverfa vegna uppskurðar sem hann varð að gangast undir að lækna ráðum.

En það er á hrinu að einn af bestu íþróttamönnum Þýskalands er mikill kylfingur, jafnvel þó hann hafi byrjað seint og ekki fyrr en eftir að knattspyrnukeppnisárunum lauk.

Með orðum Beckenbauer: „Margt af atvinnuknattspyrnumönnum spila golf vegna þess að þetta er frábær leikur, en ég byrjaði seint þegar ég hætti að keppa 38 ára þannig að það var of seint að hefja golfkarríeru. En það er allt í lagi að vera áhugamaður, ég hef gaman af leiknum og nýt dagsins að vera umkringdur félögum mínum á vellinum, þannig að það er frábært.“

„Ég spila meira núna en þegar við vorum í heimsbikarskeppninni 2006, þar sem ég hafði engan tíma þá til að spila golf, en ég er mjög hamingjusamur með golfið mitt og tímann sem ég hef núna til að spila þennan fallega leik.“

Beckenbauer er með 12 í forgjöf og trúir því statt og stöðugt að eftir því sem fleiri þýskir kylfingar skapa sér nafn, menn á borð við Martin Kaymer, Max Kieffer og Marcel Siem þá hljóti leikurinn aukinna vinsælda heima í Þýskalandi.

„Golf er að verða betra í Þýskalandi, vegna þess að fyrsti kylfingurinn sem náði árangri, Bernhard Langer jók áhugann til muna á golfinu í landinu. Nú eru það Kaymer og Siem og já það (golf) er að verða betra vegna þess að hæfileikamönnum fjölgar og golfkennslan er betri en fyrir áratugum. Ég myndi segja að golf væri „in“ þ.e. í tísku í Þýskalandi núna.“

Heimild: europeantour.com