Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2013 | 09:25

Daly flottur 4. júlí!

Það verður ekki skafið af John Daly að hann sker sig úr svo um munar á golfvöllum heimsins og lífgar upp á umhverfið hvar sem hann kemur.

Í gær, á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí 2013, mætti hann í mjög svo þjóðlegum buxum á Greenbriar mótið sem fram fer í Vestur Virginíu.

Buxurnar skörtuðu þjóðfána Bandaríkjanna – Stars and Stripes – og voru í hefðbundnum „Loudmouth“ stíl.

Hins vegar hefði skor Daly alveg mátt vera betra í mótinu.  Hann var á 5 yfir pari, 75 höggum og er í einu af neðsta sætinu, þ.e. deilir 145. sætinu ásamt 4 fremur óþekktum kylfingum, aðeins 2 höggum frá botnsætinu.

Það er vonandi að Daly eigi frábæran hring í dag og takist það nær ómögulega; að komast í gegnum niðurskurð!!!